Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2013 09:01

Stefnt að nær tvöföldun orkuframleiðslu Rjúkandavirkjunar

Orkusalan óskaði eftir tilboðum í breytingar á stíflu- og í stöðvarhúsi Rjúkandavirkjunar í byrjun síðasta mánaðar en verkið hefur nú verið í undirbúningi um tveggja ára skeið. Einungis barst eitt tilboð í verkið og er þessa dagana verið að fara yfir það og verður framhaldið ákveðið að því loknu. Rétt fyrir páska var svo auglýst eftir tilboðum í að rífa gömlu þrýstipípuna og lagningu nýrrar pípu og verða tilboð í það opnuð 19. apríl næstkomandi.

Rjúkandavirkjun er 970 kW að stærð og var byggð á árunum 1951 – 1954. Áformar Orkusalan nú að stækka virkjunina með því að vélbúnaður og þrýstipípa verða endurnýjuð og inntaksstífla endurbætt. Virkjað rennsli verður aukið, nýting bætt og falltap minnkað. Orkusalan hefur samið um smíði nýrrar vélasamstæðu við austurríska fyrirtækið Guglur og verður hún 1.700 kW. Stefnt er að uppsetning á vélasamstæðunni hefjist í júlí og reiknað með að hægt verði að gangsetja endurnýjaða virkjun í haust.

Þessi framkvæmd kostar samkvæmt áætlun um 400 milljónir króna og að raforkuvinnsla virkjunarinnar aukist um 70%. Þess má geta að orkuvinnsla Rjúkandavirkjunar er öll nýtt á Snæfellsnesi og styrkir stærri virkjun orkuvinnslu á svæðinu og þar með sjálfbærni í orkuöflun á svæðinu. Þó verður nauðsynlegt að keyra dísilvélar áfram ef til bilunar á stofnlínum kemur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is