Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2013 10:01

Íbúakönnun SSV framkvæmd rafrænt á þessu ári

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa á þessu ári fyrir íbúakönnun meðal íbúa Vesturlands og er þetta í fjórða skipti sem könnunin fer fram en sú fyrsta var gerð árið 2004. Umsjónarmaður könnunarinnar er Vífill Karlsson hagfræðingur og honum til aðstoðar verður Sigursteinn Sigurðsson arkitekt og er undirbúningur hafinn. Að sögn Vífils verður spurt fjölbreyttra spurninga í könnuninni, m.a. um hversu ánægðir íbúarnir eru með 35 mismunandi búsetuþætti á borð við atvinnuöryggi, afþreyingu, menningu, náttúru og vegakerfi. Sú nýbreytni verður í ár að könnunin verður framkvæmd rafrænt en hingað til hafa svarendur fengið senda prentaða spurningalista. Vegna þessa mun SSV ráðast í söfnun netfanga Vestlendinga og eiga íbúar landshlutans því von á að fá bréf inn um lúguna á næstunni frá samtökunum þar sem óskað er eftir skráningu netfangs. Það verður hægt að gera á vefsvæðinu www.ssv.is/ibuakonnun.

 

 

 

 

Vífill segir að með því að framkvæma könnunina rafrænt verður úrvinnsla upplýsinga auðveldari auk þess sem mögulegt verður fá fleiri íbúa til að svara henni. Svarhlutfall síðustu kannana hefur verið á bilinu 35-40% og var úrtak í síðustu könnun sem framkvæmd var árið 2010, 1.435 manns, en alls búa 15.368 í landshlutanum. Auk þessa sparar rafræn framkvæmd pappír og tíma og um leið peninga. Svarendur eiga þó enn kost á því að svara á prentuðum spurningalistum og þarf að óska þess sérstaklega á skrifstofu SSV.

Vífill segir mikilvægt fyrir Vestlendinga að taka þátt í könnuninni. Niðurstöður hennar eru mikilvægar stjórnendum sveitarfélaga á Vesturlandi og þeim sem vinna að byggðaþróun í landshlutanum. Þar fæst greinargóð mynd af viðhorfum íbúa til bæjarfélaga sinna, landshlutans í heild og fjölmargra þátta sem íbúar horfi til við val á búsetu. Sérstök áhersla verður að þessu sinni lögð á að ná til íbúa á Vesturlandi sem eru af erlendu bergi brotnir og fá þar fram viðhorf þeirra til samfélagsins. Vífill reiknar með að framkvæmd könnunarinnar hefjist síðsumars eða í september.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is