Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2013 01:31

Hugmynd um náttúrupassa fær aukin hljómgrunn

Umræða um gjaldtöku við helstu náttúruperlur landsins hefur farið vaxandi undanfarin misseri ekki síst fyrir þær sakir að erlendum ferðamönnum hér á landi hefur fjölgað til muna. Vegna þessa þarf með auknum krafti að halda áfram að byggja upp og viðhalda aðstöðu við perlurnar og aðra fjölfarna ferðamannastaði svo sem með lagningu göngustíga og girðinga og uppsetningu salerna og upplýsingaskilta svo einhver dæmi sé nefnd. Meginmarkmið uppbyggingu er að vernda náttúruna og um leið bæta öryggi og aðgengi gesta að þeim. Allt þetta kostar peninga og hafa stjórnvöld með ýmsu móti reynt að stuðla að uppbyggingu á þessum nótum m.a. með lögum um gistináttaskatt sem lagst hefur misvel í fólk innan ferðaþjónustunnar á Íslandi og þykir skatturinn einungis leggjast á hluta greinarinnar. Stjórnvöld og hagsmunaaðilar í ferðaþjónustunni þurfa þess vegna að tefla fram nýrri lausn á málinu enda fyrirséð að innan mjög fárra ára verði árlegur fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi komin yfir milljón. Meðal þeirra hugmynda sem fram hafa komið er upptaka svokallaðra náttúrupassa, korta sem gestir helstu náttúruperlna og ferðamannastaða landsins verða að hafa við höndina þegar slíkir staðir eru heimsóttir. Meðal þeirra sem hafa talað fyrir innleiðingu náttúrupassans eru hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir í Landnámssetrinu í Borgarnesi og hafa þau m.a. kynnt hugmynd sína á málþingum um ferða- og markaðsmál að undanförnu.

 

Rætt er við Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guðmundsdóttur í Landnámssetrinu í Borgarnesi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is