Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2013 11:01

Áform um sjóstangveiði frá Akranesi komin á skrið

Í undirbúningi er að koma á fót sjóstangveiði frá Akranesi. Umræða um slíkar veiðar hefur staðið yfir í nokkur ár meðal bæjarbúa en nú er kominn skriður á málið eftir heimsókn þýska athafnamannsins Jens Kalinke til Akranes um páskana. Áður hafði Jens komið til bæjarins í janúar til að kynna hugmynd sína og fundaði m.a. með áhugasömum aðilum á staðnum til að kynna hugmyndina. Í framhaldinu prófaði hann að kynna bæinn sem mögulegan ákvörðunarstað veiðimanna á Aqua-Fish, sýningu um veiðar og ferðaþjónustu sem haldin var í Friedrichshafen í Þýskalandi í mars og voru viðtökur gesta framar væntingum hans. Í samtali við Skessuhorns sagði Jens að Akranes væri mjög ákjósanlegur staður til að stunda frá sjóstangveiðar en hingað til hefur hann rekið veiðar frá Þingeyri við Dýrafjörð í tilraunaskyni.

Frá Akranesi er stutt á fengsæl mið að mati Jens og var tilraunaveiðitúr sem hann fór í um páskahelgina í fylgd Frímanns Jónssonar og félaga sinna frá Þýskalandi vel heppnaður. Stærð fiska hafi verið meiri en við Vestfirði, veiði örari og tegundir fleiri. Aðstaða í Akraneshöfn er að hans mati til fyrirmyndar og gott pláss til að gera út smábáta sem notaðir eru til veiða af þessu tagi.

Nánar er fjallað um áform Jens Kalinke um sjóstangveiði frá Akranesi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is