Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2013 08:30

Söngbræður og Þjóðlagasveit TOSKA með tónleika í Reykholti

Karlakórinn Söngbræður í Borgarfirði og Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness ætla að halda sameiginlega tónleika í Reykholtskirkju fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:00. Skúli Ragnar Skúlason aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Akraness hefur stjórnað og þjálfað Þjóðlagasveitinni frá upphafi, en hún hefur starfað í núverandi mynd í um 13 ár. Þjóðlagasveitin er skipuð 19 fiðluleikurum og söngvurum, nemendur tónlistarskólans, en einnig leika með sveitinni fyrrverandi nemendur hans. Píanóleikur og leikur á írska trommu er í höndum Borgnesingsins Birgis Þórissonar. Eiríkur Guðmundsson leikur á slagverk en Sigurþór Þorgilsson leikur á bassa.

Þjóðlagasveitin hefur í gegnum árin komið fram víða hér á landi og hefur farið í fjórar tónleikaferðir erlendis nú síðast hélt sveitin til Skotlands, en þar hélt hún tónleika fyrir fullu húsi við mikla hrifningu. Þjóðlagasveitin fékk menningarverðlaun Akraness árið 2009. Segja má að sveitin hafi um árabil verið einn helsti hornsteinn tónlistarlífs á Akranesi. Þjóðlagasveitin hefur borið hróður menningarstarfs á Akranesi víða um land og reyndar langt út fyrir landssteinana. Þjóðlagasveitin leikur lög frá ýmsum löndum, en áherslan hefur þó verið mest á þjóðlög frá Skotlandi og Írlandi. Einnig leikur sveitin ýmis dægurlög, íslensk og erlend og setur í sinn eigin búning. Sveitin hefur líka þá ákveðnu sérstöðu að blanda fiðluleik saman við söng og talkór í flutningi sínum. Um þessar mundir vinnur sveitin að nýju og skemmtilegu prógrammi þar sem efniviðurinn er sóttur til hinna vinsælu „River-Dance“ sýninga. Menningarráð Vesturlands styrkir verkefni sveitarinnar eins og svo oft áður.

 

Karlakórinn Söngbræður undir stjórn Viðars Guðmundssonar er orðinn 35 ára gamall og starfar í Borgarfirði, en félagar kórsins spanna svæði frá Ströndum í norðri, Eyjahreppi í vestri og suður um Borgarfjörð til Akraness. Undirleikari á píanó er Stefán Steinar Jónsson, en einnig leika með kórnum þeir Bjarni Guðmundsson á gítar og Guðbjartur Björgvinsson á harmónikku. Kórinn flytur fjölbreytta tónlist innlenda og erlenda, þar er bæði um að ræða hefðbundin karlakórslög og sígild dægurlög. Kórfélagar eru um það bil 35 talsins. Karlakórinn Söngbræður er styrkþegi Menningarráðs Vesturland og Menningarráðs Borgarbyggðar.

 

Kórinn og Þjóðlagasveitin munu flytja sameiginlega tónverk á tónleikunum.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is