Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2013 08:01

Bökkuðu út úr hruninu með stækkun búsins

Saurbær í Dölum er blómlegt hérað og á árum áður þóttu Saurbæingar sjálfum sér nógir á flestum sviðum. Þeir áttu sitt eigið kaupfélag, sláturhús, rjómabú, fóðurverksmiðju og höfðu á sínum snærum fleiri atvinnuskapandi starfsemi. En nú eru breyttir tímar í Saurbæ eins og í fleiri sveitum landsins. Rjómabúið fyrir löngu aflagt, fóðurverksmiðjan hætt fyrir nokkru og á dögunum var svo lokað á Skriðulandi þar sem kaupfélagið var lengi með sína bækistöð og síðan þar starfandi verslun og greiðaþjónustu. Og þótt Saurbærinn hafi laðað til sín fólk sem vill lifa af búskap, fer þeim jörðum fækkandi í sveitinni sem búið er á. Einn þeirra bænda sem Saurbærinn lokkaði til sín er Kristján Garðarsson, sem búið hefur á Efri-Múla ásamt konu sinni Herdísi Reynisdóttur og þremur börnum frá árinu 1995. „Hérna er mjög skjólgott og búsældarlegt. Við erum alveg laus við innlögn frá sjónum eins og víða hérna í nágrenninu, norður á Ströndum og vestur í Djúpi þar sem ég þekki mig vel. Ég kannast vel við harðneskjuna fyrir vestan,“ segir Kristján og brosir. Hann gefur sér tíma til fleiri starfa en að sinna búskapnum og heimilinu, er nú í undirbúningsnefnd Jörvagleði, héraðshátíðar þeirra Dalamanna sem haldin verður um sumarmálin eins og venjan er.

 

Skessuhorn fór í heimsókn í Efri-Múla í Saurbæ í Dalasýslu í síðustu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is