Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2013 09:43

Ship-O-Hoj fær góðar viðtökur

Sælkeraverslunin Ship-O-Hoj við Brúartorg í Borgarnesi var opnuð í gærmorgun. Það eru hjónin Guðveig Eyglóardóttir og Vigfús Friðriksson sem reka verslunina sem einnig er hádegisverðarstaður. Hjá Ship-O-Hoj er boðið upp á ferskar kjöt- og fiskvörur í miklu úrvali og er leitast við að tryggja fyrsta flokks vörur fyrir viðskiptavini. Einnig er hægt að kaupa tilbúna fisk- og kjötrétti. Fyrstu viðskiptavinirnir mættu strax við opnun verslunarinnar klukkan 10 í gærmorgun og tryggðu þeir sér að sjálfsögðu bestu bitana. Sjósókn og þjóðleg stemning er í hávegum höfð í Ship-O-Hoj og er þar að finna áhugaverðar innréttingar sem setja viðeigandi svip á staðinn. Til dæmis má þar sjá glæsilegar myndir af franska rannsóknarskipinu Pourquoi-Pas? sem fórst út við Straumfjörð á Mýrum árið 1936.

 

 

 

 

Í samtali við Skessuhorn síðdegis í gær sagði Guðveig að viðtökurnar hafi verið ótrúlega góðar og greinilegt að Borgnesingar og aðrir viðskiptavinir hafi verið orðnir langeygir eftir ferskum fiski og kjöti. „Við seldum sem dæmi öll þorskshrognin sem við vorum með á lager og ljóst að heimamenn hafa verið sveltir af slíkri vöru,“ sagði Guðveig sem segir þau Vigfús vera hæstánægð með viðbrögðin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is