Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2013 10:00

Bæði Snæfellsliðin úr leik í körfuboltanum

Bæði karla- og kvennalið Snæfells féllu úr leik í úrslitakeppni Dominosdeildarinnar í körfubolta um helgina. Stjörnumenn unnu karlalið Snæfells 97:84 í Garðabænum á föstudagskvöldið og þar með einvígið 3:1. Snæfellskonur mættu svo KR í hörkuleik í Vesturbænum á laugardaginn. KR vann með minnsta mun 68:67 og þar með einvígið 3:1 líkt og hjá körlunum.

 

Karlalið Snæfells hélt jöfnu gegn Stjörnunni framan af og í hálfleik var jafnt 38:38. Í seinni hálfleiknum voru Stjörnumenn sterkari og unnu sannfærandi sigur. Snæfellingar söknuðu sem fyrr leikstjórnandans Jay Thratt og það var Jón Ólafur Jónsson sem var atkvæðamestur í sínu liði með 30 stig. Ryan Amaroso kom næstur með 20 stig og hinir skoruðu mun minna.

Leikur Snæfellskvenna og KR í Frostaskjólinu á laugardag var jafn allan tímann. Snæfellskonur voru þremur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og tveimur stigum yfir í hálfleik 39:41. KR-ingar voru heldur með frumkvæðið undir lokin, en þá fengu Snæfellskonur á lokasekúndunum kjörið tækifæri til að jafna leikinn. Kieraah Marlow setti niður eitt vítaskot af tveimur en nær komst Snæfell ekki og KR vann sæti í lokaúrslitum. Hjá Snæfellskonum var Hildur Sigurðardóttir atkvæðamest með 21 stig og 8 fráköst. Berglind Gunnarsdóttir kom næst með 18 sig og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 17 stig, tók 7 fráköst og átti fimm stoðsendingar. Kierah Marlow skoraði 9 stig og tók 16 fráköst.

 

Þar með eru bæði karla- og kvennalið Snæfells komin í sumarfrí. Fyrir liggur að Ingi Þór Steinþórsson mun þjálfa liðin áfram, enda árangur þeirra með ágætum í vetur, þótt ekki kæmust þau í lokabaráttuna um Íslandsmeistaratitla. Engu að síður frábær árangur Snæfellinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is