Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2013 01:36

Rekstur Snæfellsbæjar betri en áætlun gerði ráð fyrir

Fyrri umræða um ársreikning Snæfellsbæjar fyrir árið 2012 fór fram á bæjarstjórnarfundi fimmtudaginn 11. apríl síðastliðinn. Kom þar meðal annars fram að rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins á síðasta ári var jákvæð um 106 milljónir króna, en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 37 milljón króna afkomu. Afkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 69 milljónum króna. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að helstu skýringarnar á góðri útkomu sveitarsjóðs séu annars vegar vanáætlaðar tekjur og hins vegar gott starfsfólk hjá Snæfellsbæ. Þá lækkuðu heildarskuldir bæjarsjóðs um 60 milljónir króna milli ára, námu í samanteknum ársreikningi um 1.716 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 842 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins var 146 stöðugildi í árslok.

 

 

 

Eigið fé Snæfellsbæjar í samanteknum reikningsskilum nam um 2.177 milljónum króna í árslok 2012 og hefur eiginfjárhlutfall því hækkað um tæplega fimm prósentustig milli ára, er nú 57,5% en var 52,9% árið 2011. Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 115 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum. Engin ný lán voru tekin en lán voru greidd niður að fjárhæð 57,7 milljónir kr. Skuldahlutfall í samanteknum ársreikningi er því nú 88,84% en var 104,55% árið 2011.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is