Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. apríl. 2013 09:01

Gilsfirðingur sendir frá sér bók um Olnbogavík

Einn rithöfundur til viðbótar hefur bæst í hóp glæðasagnahöfunda í landinu. Það er Hermann Jóhannesson frá Kleifum í Gilsfirði. Hermann sem fæddist og ólst upp á Kleifum og bjó þar um skeið, var kennari og stundaði kennslu framan af æfi, kenndi m.a. á Reykhólum í fimm ár og á Akranesi í einn vetur. Seinasta hluta starfsævinnar vann hann í menntamálaráðuneytinu. Hermann kíkti inn á ritstjórn Skessuhorn með skáldsögu sem hann er nýbúinn að gefa út á eigin kostnað. Hún heitir Olnbogavík og á bókarkápu segir að hún sé um glæpi, skapandi bókhald og óhefðbundna matargerðarlist.

Hermann segist hafa skrifað talsvert um ævina, meðal annars smásögur og þá hafi hann ort talsvert. Olnbogabarn er saga sem gerist um síðustu aldamót. Ungur endurskoðandi hefur vetursetu í Olnbogavík. Hann hefur tekið að sér leita orsaka fyrir síversnandi afkomu kaupfélagsins. Bókhaldsrannsóknin tekur ýmsar óvæntar beygjur og útúrdúra, en dregur þó að lokum fram svör, þar á meðal svör við spurningum sem enginn hafði spurt.

 

„Djöfuls læti í veðrinu. Þetta ætlar að verða með versta móti.“ Bílstjórinn hallaði sér fram á stýrið og rýndi út um framrúðuna. Skyggnið var takmarkað. Úrfellið eins og það gerist rosalegast á haustin og þótt þurrkurnar gengju á fullum hraða virtist það lítið ganga. Það var föstudagur um miðjan nóvember og farið að bregða birtu, enda dimmt í lofti. Rigningarhryðjurnar breyttust smám saman í slydduél eftir því sem ofar dró á heiðina. Við vorum á leið til Olnbogavíkur. Ég hafði látið til leiðast að fara norður og pæla þar gegnum bókhald kaupfélagsins – grunur um alvarlega fjármálaóreiðu, ef ekki þaðan af verra.

 

Þannig hefst sagan frá Olnbogavík á spennandi nótum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is