Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2013 08:01

Nemendur FVA hófsamir í notkun vímu- og fíkniefna

Fyrr á þessari önn var rannsókn á vímu- og fíkniefnanotkun framhaldsskólanema á Íslandi unnin af Rannsóknum og greiningu við Háskólann í Reykjavík. Spurningalistar voru lagðir fyrir nemendur framhaldsskóla í seinni hluta febrúar. Nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands svöruðu könnuninni í umsjónartíma 20. febrúar. „Skólinn hefur nú fengið skýrslu þar sem svör nemenda hans eru bæði borin saman við landsmeðaltöl og svör við svipuðum könnunum frá árunum 2000, 2004, 2007 og 2010.  Niðurstöðurnar sýna að nemendur á Akranesi eru í fremstu röð framhaldsskólanemenda á landinu. Við aðeins fimm framhaldsskóla mældust daglegar reykingar og áfengisneysla minni en við Fjölbrautaskóla Vesturlands en við 24 skóla var meira um þessa óhollustu,“ segir Atli Harðarson skólameistari FVA.

 

 

 

 

Atli segir að niðurstöður fyrir landið í heild hafi verið að flestu leyti jákvæðar. „Það dregur úr reykingum og áfengisneyslu. Um aldamót reyktu 21% framhaldsskólanemenda daglega en nú er hlutfallið 7,6%. Á sama tímabili hefur hlutfall þeirra sem hafa orðið ölvaðir á síðustu 30 dögum fyrir könnunina farið úr 63,5% í 48,8%. Mest hefur dregið úr drykkju ungmenna undir 18 ára en um aldamót höfðu um 59% þeirra orðið ölvuð síðustu 30 daga en nú um 36%. Á sama tímabili hefur einnig dregið jafnt og þétt úr hassneyslu framhaldsskólanema.“

Atli segir að þróunin á Akranesi sé svipuð og á landinu í heild þar sem neysla nemenda á reyktóbaki, áfengi og hassi hefur farið minnkandi frá aldamótum. Nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands standa sig þó talsvert betur en jafnaldrar þeirra að meðaltali. Af nemendum skólans sem svöruðu könnuninni reykja 4,8% daglega en landsmeðaltalið er 7,6%. Af svarendum við skólann höfðu 35,8% orðið ölvuð síðustu 30 daga en landsmeðaltalið er 48,8%. Ef aðeins er litið á nemendur undir 18 ára höfðu 29% nemenda við FVA orðið ölvaðir síðustu 30 daga en landsmeðaltalið er um 36%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is