Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2013 11:01

Búið með sauðfé og tölvu í Neðri-Hundadal

Það var vor í lofti í Dölunum þegar blaðamaður Skessuhorns brá sér í heimsókn þangað skömmu eftir páskana. Fuglarnir sungu og það lá við að nýgræðingurinn í túnunum við veginn gerði vart við sig. Hundar og börn voru að leik í Neðri Hundadal, en þangað var ferðinni heitið að spjalla við Maríu Líndal nýjan stjórnarmann í Kaupfélagi Borgfirðinga og fyrrum ráðunaut. María er reyndar fædd og uppalin í Reykjavík en það var þegar hún var 15 ára gömul og kom í sveit í Hundadal sem hún kynntist manninum sínum Sigursteini Hjartarsyni. Sigursteinn er áttundi ættliður í beinan karllegg sem hafa búið í Neðri-Hundadal. Sigursteinn byrjaði snemma að bera ábyrgð á búskapnum, enda var faðir hans Hjörtur Einarsson mikið í félagsmálastörfum. Trúlega hafa ekki margir sinnt starfi réttarstjóra jafnlengi og Hjörtur gerði, en hann er enn vel ern þótt hálftíræður sé og hefur seinustu árin alið manninn á Hjúkrunar- og dvalarheimlinu Silfurtúni í Búðardal. Hjörtur var réttarstóri í 65 ár og það var ekki fyrr en í hitteðfyrra sem Sigursteinn tók við starfi föður síns sem réttarstjóri við Fellsendarétt í Miðdölum.

 

Sjá viðtal við Maríu í Skessuhorni vikunnar.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is