Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. apríl. 2013 04:01

„Mun halda áfram að prjóna fyrir Rauða krossinn á meðan ég held heilsu“

Inga Dóra Þorkelsdóttir er fædd og uppalin á Hólmavík en flutti ásamt eiginmanni sínum á Akranes snemma á sjöunda áratugnum. Hún starfaði í tuttugu ár á Dvalarheimilinu Höfða og ól upp fjögur börn á Skaganum. Þegar prjónahópur Rauða krossins á Akranesi var stofnaður fyrir fáeinum árum gerðist hún hluti af honum en fyrir tæpum tveimur árum fluttist hún aftur á heimaslóðirnar til þess að vera nær fjölskyldunni. Dóttir hennar, Sigríður Óladóttir, er sóknarprestur á Hólmavík en synirnir búa á höfuðborgarsvæðinu. Samt sem áður hélt Inga Dóra áfram að prjóna og hekla fyrir Rauða krossinn og er í dag einhver afkastamesti þátttakandinn í verkefninu „Föt sem framlag“. Rétt fyrir páska fékk Akranesdeildin til að mynda stóra sendingu frá henni, þrjá stóra poka og eina ferðatösku fulla af heimaprjónuðum fatnaði og öðru sem þarf í pakkana sem sendir eru til Hvíta Rússlands.

 

 

 

„Ég verð að hafa eitthvað að gera. Ekki get ég setið og gónt út í loftið allan daginn,“ sagði Inga Dóra hógvær þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar í síðustu viku. „Ég hef alltaf prjónað mikið og heklað og það bjargar mér algjörlega að hafa eitthvað á milli handanna. Annars myndi ég bara sitja aðgerðalaus,“ segir hún. Inga Dóra, sem er 82 ára gömul, á þrjú barnabörn og sex langömmubörn en það elsta fermdist nú í mars. Börnin eru því ekki mörg í fjölskyldunni um þessar mundir og njóta börnin í Hvíta Rússlandi góðs af því.

 

Í pakkana til Rauða krossins setur Inga Dóra hekluð teppi, prjónaðar peysur, sokka og húfur. Skemmtilegast þykir henni að prjóna litlar ungbarnapeysur og að hekla dúlluteppi sem hún segist gjarnan nýta afgangana í. „Ég er þegar farin að prjóna fyrir næstu sendingu og mun halda því áfram á meðan ég held heilsu,“ sagði Inga Dóra Þorkelsdóttir að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is