Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. apríl. 2013 04:44

Dansskóli Evu Karenar að hætta

Eva Karen Þórðardóttir, eigandi og skólastjóri Dansskóla Evu Karenar í Borgarfirði, hefur ákveðið að leggja niður dansskólann frá og með 1. júlí nk. Þetta tilkynnti hún á fundi með nemendum skólans og foreldrum og forráðmönnum þeirra í gærkvöld. Í samtali við Skessuhorn sagði Eva Karen að ákvörðunin hafi verið sér rosalega erfið. „Það var ekki auðvelt verk að tilkynna nemendum mínum og aðstandendum þeirra að við værum að hætta starfsemi. Því miður er það þannig að núverandi rekstur skólans nær ekki að standa undir sér og ræður þar mestu há húsaleiga sem skólinn greiðir fyrir aðstöðu sína í Hjálmakletti í Borgarnesi til Borgarbyggðar. Þar sem skólinn er rekinn sem einkafyrirtæki þá býr hann ekki við sama borð og önnur íþróttafélög í Borgarfirði, t.d. þau sem nýta sér aðstöðuna í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi,“ segir Eva Karen.

 

 

 

Hún bætir því við að aðstöðumunur dansskóla í landinu sé töluverður milli byggðarlaga. „Einn dansskóli sem ég veit um fær t.d. fría aðstöðu og rekstrarstyrki. Skólinn fær jafnvel ferðastyrki frá sínu sveitarfélagi þegar iðkendur halda á mót erlendis. Skóli þessi hefur verið að reyna að fá til sín afreksfólk úr öðrum skólum, t.d. okkar, og getur maður fátt annað sagt þegar aðstaðan er svona góð til að æfa og keppa en að mæla með nýjum skóla. Margir nemendur okkar eru orðnir það efnilegir og góðir að þeir þurfa á fagkennurum að halda og getur skólinn ekki boðið upp á slíka kennslu líkt og sumir aðrir skólar,“ segir Eva sem fagnar því engu að síður að vel sé gert fyrir dansfólk á sumum stöðum. „Með lokun skólans hættir einnig hreyfideildin okkar sem hefur verið vinsæl meðal íbúa í héraðinu en hún hefur átt þátt í því að efla reglulega hreyfingu þeirra.“

 

Nokkrir foreldrar iðkenda við dansskóla Evu hafa nú þegar sett sig í samband við Skessuhorn og hafa látið í ljós óánægju sína með því skólinn sé að hætta. Einn orðaði það þannig að óánægjan komi til sérstaklega til vegna þess að í skólanum hefur verið unnið afar gott og metnaðarfullt starf, ekki síst forvarnastarf þar sem lögð hefur verið áhersla á gildi heilbrigðs lífernis og hreyfingu. Vöxtur skólans hefur einnig vakið athygli utan héraðsins á liðnum árum þar sem iðkendur skólans hafa náð góðum árangri á mótum heima og erlendis. Má segja að dansinn hafi verið farinn að festa sig í sessi sem ein af ímyndum héraðsins.

 

Núverandi skólastarf dansskólans heldur áfram sinn vanagang og segir Eva að sumarönn skólans í maí og júní verði á dagskrá eins auglýst hafi verið. „Að öllu óbreyttu hættir skólinn í núverandi mynd 1. júlí í sumar. Kannski skapast grundvöllur til að halda áfram dansstarfi innan vébanda Dansíþróttafélags Borgarfjarðar og nýta þá aðstöðu sem skólinn hefur byggt upp í Hjálmakletti í Borgarnesi,“ segir Eva Karen að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is