Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2013 02:26

Slökkvilið Borgarbyggðar og Brunavarnir Suðurnesja í samstarf

Síðastliðinn fimmtudag voru undirritaðir í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi tveir samningar milli Slökkviliðs Borgarbyggðar og Brunavarna Suðurnesja sem nú hefja formlegt samstarf. Annars vegar kveða þeir á um aukið samstarf og gagnkvæma aðstoð við slökkvistarf og mengunaróhöpp. Hins vegar er yfirlýsing um samstarf slökkviliðanna vegna þjálfunar slökkviliðsmanna. Stutt er síðan þeir félagar Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar og Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja hófu viðræður og undirbúning að formlegu samstarfi slökkviliðanna.

 

 

 

 

„Þar er einlæg von beggja samningsaðila að samningurinn um gagnkvæma aðstoð megi verða til þess að efla og styrkja slökkviliðin bæði ef til stóratburða kæmi á starfssvæðum slökkviliðanna hvort heldur sem um eldsvoða væri að ræða eða viðbrögð við mengunaróhappi. Í framtíðinni munu slökkviliðsmenn úr Borgarbyggð eiga vísa fræðslu og æfingaaðstöðu með liðsmönnum Brunavarna Suðurnesja á æfingasvæði þeirra í Reykjanesbæ sem er til mikillar fyrirmyndar og í undirbúningi er enn frekari uppbygging á svæðinu í nánustu framtíð,“ segir Bjarni Þorsteinsson í samtali við Skessuhorn.

Æfingasvæði Brunavarna Suðurnesja er með gilt starfsleyfi sem slíkt og liðsmenn BS hafa einnig annast kennslu og námskeiðahald fyrir slökkviliðsmenn í samvinnu við starfsmenn Mannvirkjastofnunar. Bjarni segir að sárlega hafi skort trygga og viðeigandi aðstöðu í Borgarbyggð þar sem hægt væri að þjálfa slökkviliðsmenn markvisst meðal annars í heitri reykköfun en afar mikilvægt er að reykkafarar geti þjálfað sig við sem raunverulegastar og bestar aðstæður og með því tekist betur á við erfitt, hættulegt og krefjandi starf sitt. „Með samstarfi við Suðurnesjamenn má segja að miklum áfanga hafi verið náð varðandi þjálfunarmál,“ segir Bjarni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is