Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2013 06:15

Saman klífum brattann - gengið á Akrafjall

Þorsteinn Jakobsson, fjallagarpur með meiru, hefur undanfarið unnið að tindaverkefni sem felst í því að klífa bæjarfjöll á Íslandi. Þorsteinn hefur ákveðið að ljúka verkefninu í samstarfi við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á næstu 12 mánuðum og láta áheit í tengslum við göngurnar renna til SKB. Ganga á Akrafjall laugadaginn 27. apríl er liður í þessu verkefni.

Samstarfsverkefnið hefur hlotið nafnið „Saman klífum brattann,“ en baráttu krabbameinsveikra barna má oft og tíðum líkja við fjallgöngu sem stundum er erfið vegna bratta og klungurs. Svo koma tímar og svæði inn á milli sem ekki eru jafnerfið yfirferðar. Samstarfið hófst formlega með göngu á bæjarfjall Hafnfirðinga, Helgafellið, laugardaginn 6. apríl kl. 10.30. Síðan var gengið á Keili, Úlfarsfell og Eyjafjallajökul, sem þó flokkast ekki til bæjarfjalla. Laugardaginn 27. apríl er röðin komin að bæjarfjalli Akraness, Akrafjalli. Gangan hefst kl. 10.30 og þeir sem koma af höfuðborgarsvæðinu geta safnast í bíla hjá N1, Ártúnshöfða, kl. 10.00. Gangan tekur um tvær til þrjár klukkustundir og er öllum heimil þátttaka án greiðslu þátttökugjalds en þátttakendum sem og öðrum bent á að hægt er að styðja verkefnið með frjálsum framlögum inn á reikning SKB.

Upplýsingar um hann eru á heimasíðu SKB, www.skb.is og Facebook-síðu félagsins.

 

Meðfram þessum göngum er Þorsteinn að vinna að bók um fjöll og fjallgöngur sem kemur út á næsta ári og renna höfundarlaun hans til SKB. Þorsteinn hefur síðustu ár helgað sig stuðningi við Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra, m.a. með svokölluðum ljósafossgöngum niður Esjuna. Árið 2009 sló hann Íslandsmet þegar hann gekk sjö sinnum upp og niður Esjuna. Árið 2010 gekk hann á tíu tinda á tólf tímum og toppaði 365 fjöll á árinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is