Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2013 09:49

Skákkrakkar fjölmenntu í Stykkishólm

Hið árlega Skákmót Árnamessu var haldið í fjórða sinn laugardaginn 20. apríl í Grunnskólanum Stykkishólmi. Margir af efnilegustu og bestu skákkrökkum landsins fjölmenntu í Hólminn til að taka þátt í þessu vinsæla skákmóti sem kennt er við Árna Helgason heiðursborgara Stykkishólms sem lést árið 2008 í hárri elli. Að þessu sinni voru tæplega 60 þátttakendur skráðir á aldrinum 6 til 16 ára. Eftir að Lárus Ástmar Hannesson forseti bæjarstjórnar Stykkishólms hafði boðið krakkana velkomna og leikið fyrsta leikinn, tókust skákmennirnir í hendur og hófu taflmennskuna af miklum krafti. Til mikils var að vinna því að fjölmörg áhugaverð verðlaun voru í boði fyrir góðan árangur. Tefldar voru sjö umferðir og boðið upp á veitingar í upphafi móts og í skákhléi.

 

 

 

 

Það kom ekki á óvart að langstigahæsti þátttakandinn, Oliver Aron Jóhannesson 15 ára nemandi Rimaskóla, skyldi vinna mótið. Oliver Aron sem er þrefaldur Norðurlandameistari með skáksveit Rimaskóla vann allar skákirnar sínar nokkuð örugglega og þarna er greinilega á ferðinni mikið efni, kannski stórmeistari framtíðarinnar. Keppt var í flokki Snæfellinga. Af 16 keppendum í þeim flokki sigraði Kristinn Hrafnsson Grunnskólanum Snæfellsbæ eftir úrslitaskák við skólafélaga sinn Helga Sigtryggsson. Kristinn sem sigraði í þessum flokki á síðasta Árnamessumóti er góður skákmaður og varð á meðal efstu manna mótsins. Stúlkur voru áberandi á Skákmóti Árnamessu og í hópi þeirra urðu hlutskarpastar bekkjarsysturnar Ásdís Birna Þórarinsdóttir og Tinna Sif Aðalsteinsdóttir. Þær eru báðar 11 ára, efnilegar skákkonur í Rimaskóla og Íslandsmeistarar með skólanum á Íslandsmóti stúlknasveita.

Skákmót Árnamessu er glæsilegur skákviðburður sem skákkrakkar vilja ekki missa af. Skákdeild Fjölnis heldur mótið í góðri samvinnu við Stykkishólmsbæ og Grunnskólann í Stykkishólmi. Auk Stykkishólmsbæjar styrkja Skáksamband Íslands og Norvik framkvæmd mótsins. Skákstjórar voru þeir Helgi Árnason skólastjóri og formaður Skákdeildar Fjölnis og Páll Sigurðsson sem var nýlega skákstjóri á Reykjavík Open, alþjóðlega skákmótinu í Hörpunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is