Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2013 11:07

Málstofa á Hellissandi um verslun og útgerð við Breiðafjörð

Boðað hefur verið til málstofu um verslun og útgerð við Breiðafjörð árin 1300-1600 á Hótel Hellissandi 9.-11. maí næstkomandi. Málstofan er haldin til heiðurs og minningar um Ólaf Elímundarson sagnfræðing frá Dvergasteini á Hellissandi. Það eru ritnefnd Jöklu hinnar nýju, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, lista - og menningarnefnd Snæfellsbæjar og Þróunarfélag Snæfellinga sem standa fyrir málstofunni. Dagskráin hefst fimmtudaginn 9. maí, á uppstigningardag, með því að kl. 14:30 verður farið í vettvangsskoðun frá Hótel Hellissandi. Boðið verður upp á skoðunarferðir með leiðsögufólki á staði tengda umræðuefni málstofunnar. Í tilkynningu segir að áformað sé að fara og skoða fornu varirnar og verstöðvarnar frá Rifi í Öndverðarnes, Ingjaldshólskirkju og umhverfi hennar, Sjóminjasafnið á Hellissandi en þar eru m.a. áraskipin, áttæringarnir Bliki og Ólafur.

Málstofan hefst að kvöldi uppstigningadags 9. maí. Guðmundur Sæmundsson flytur setningarávarp. Að því loknu fjallar Einar G Pétursson um fræðastörf Ólafs Elímundarsonar. Þá verður komið að erindi Sverris Jakobssonar um efnahagslegar undirstöður valds í Breiðafirði á 14. og 15. öld. Lilja Börk Pálsdóttir fjallar um fornminjar á Gufuskálum, Helgi Þorláksson flytur erindi sem nefnist frá Byrstofu til Snæfellsness. Lokafyrirlestur málstofunnar verður síðan um fornminjar á Snæfellsnesi.

 

Klukkan tíu á föstudagsmorgun verður farið að Gufuskálum og m.a. skoðuð byrgin og fjölbreyttar minjar sem þar eru, s.s. Írskubúðir og Hákonarhóll. Leiðsögumenn verða Lilja Björk Pálsdóttir, Sæmundur Kristjánsson og Skúli Alexandersson. Gestastofa Þjóðgarðsins verður opin á föstudag frá kl. 13 til 17. Í tilefni málþingsins verða tilboð í gistingu á Hótel Hellissandi þar sem málþingið fer fram., en í því tilboði er m.a. þriðja nóttin án gjalds.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is