Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2013 01:09

Vatnaskil í Reykholtsdal – formleg vígsla vatnsveitu á morgun

Á morgun, síðasta vetrardag, verður ný vatnsveita tekin í notkun í Reykholtsdal. Veitan er orðin langþráð þar sem þurrkarnir síðustu sumur hafa valdið vatnsskorti í dalnum. Skrúfað verður frá brunahana við slökkvistöðina í Reykholti klukkan 16 á morgun, miðvikudag, að viðstöddum  Páli S. Brynjarssyni sveitarstjóra Borgarbyggðar og Bjarna Bjarnasyni forstjóra Orkuveitunnar. Vatnsveitan eflir líka brunavarnir í Reykholti, þar sem varaeintakasafn Þjóðarbókhlöðunnar er að finna.

 

 

 

 

Eftir mikla leit að fullnægjandi vatnsbóli fyrir Reykholt og Kleppjárnsreyki, var ákveðið að virkja vatnsból við mynni Rauðsgils og leggja 4,4 kílómetra langa aðveitulögn milli Rauðsgils og Reykholts. Raunar er vatn víða að finna í dalnum en það er á mörgum stöðum blandað jarðhita. Lítil dælu- og stjórnstöð var byggð í grennd við vatnstökustaðinn. Áður var búið að tengja saman vatnsveiturnar í Reykholti og á Kleppjárnsreykjum til að geta miðlað vatni þar á milli. Engu að síður hefur það gerst hvað eftir annað gerst síðustu sumur, sem hafa verið afar þurrviðrasöm, að keyra hefur þurft vatni á tankbílum í miðlunartank í Reykholti.

 

Með því að nýja vatnsveitan er tekin í notkun gerist þessa ekki lengur þörf og aðgangur íbúa Reykholtsdals að vatni til neyslu og brunavarna á að vera tryggur. Við þessi tímamót verður lítil athöfn í Reykholti þar sem skrúfað verður formlega frá nýju veitunni og Snorrastofa býður íbúum Reykholtsdals í kaffi á eftir.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is