Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2013 11:25

Ljósleiðaravæðing Hvalfjarðarsveitar samþykkt í sveitarstjórn

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sl. þriðjudag var samþykkt með öllum atkvæðum, að hefja undirbúning að ljósleiðaraframkvæmdum í Hvalfjarðarsveit. Ljósleiðaravæðing hefur verið í undirbúningi í talsverðan tíma og starfshópur kannað ýmsa kosti í þeim tilgangi að koma til móts við væntingar og þarfir íbúa Hvalfjarðarsveitar um háhraða gagnatengingu til heimila og fyrirtækja næstu þrjá til fjóra áratugina. Áætlað er að framtíðarlausn gagnatenginga í Hvalfjarðarsveit verði samkvæmt fyrirmyndinni um FTTH, Fiber To The Home, aðgangsnet fyrir heimili og fyrirtæki. Ekki liggur fyrir nákvæm kostnaðaráætlun vegna verkefnisins, en á fyrri stigum málsins kom fram að áætlað er að verkið muni kosta sveitarfélagið tæpar 300 milljónir króna.

Auk þess að samþykkja ljóðleiðaravæðinguna samþykkti sveitarstjórn að kanna áhuga aðila á fjarskiptamarkaði á samstarfi um að fjárfesta í lagningu og rekstri ljósleiðaranets. Sveitarstjórn leggur til grundvallar þau markmið með ljósleiðaravæðingunni, að styrkja innviði sveitarfélagsins, stuðla að framþróun innan sveitarfélagsins, tryggja virka samkeppni á fjarskiptamarkaði í sveitarfélaginu, skapa grundvöll fyrir aukinni uppbyggingu og fjárfestingu í sveitarfélaginu, jafna lífskjör íbúa Hvalfjarðarsveitar við það sem best gerist til framtíðar varðandi aðgengi að háhraða fjarskiptaþjónustu, að kostnaður við fjarskiptaþjónustu innan sveitarfélagsins verði sambærilegur því sem þekkist hverju sinni í þéttbýli, tryggja aðstæður fyrir fjölbreyttara atvinnulíf og gagnafreka starfsemi, styrkja samkeppnishæfni Hvalfjarðarsveitar til atvinnureksturs með því að tryggja stafræn samskipti eins og best þekkjast í þéttbýli.

Sævar Ari Finnbogason, formaður starfshóps um ljósleiðaravæðinguna, segir að næstu skref séu m.a. að ræða við landeigendur um lagnaleiðir. Hann segir að sveitarstjórn sýni mikla framsýni með því að ráðast í þetta verkefni. Meðal þeirra markmiða sem áætlað er að verkefnið uppfylli er að hönnun og uppbygging aðgangskerfisins sé háttað á þann veg að ekki þurfi að endurnýja hluta þess eða í heild, vegna tæknilegra framfara eða framþróunar í fjarskiptatækni í náinni framtíð. Að frágangur vegna lagningar og annarra verklegra framkvæmda verði til fyrirmyndar og valdi sem minnstu raski, sem og að lagningu aðgangskerfisins verði þannig háttað að hlutar þess komi ekki í veg fyrir nýtingu lands eða annarra eigna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is