Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2013 02:24

Fjölgun um 10-15 störf í fiskvinnslu á Akranesi

Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda og framkvæmdastjóri Hvals var gestur á súpufundi hjá sjálfstæðismönnum á kosningaskrifstofunni á Akranesi í dag. Kristján sagði á fundinum frá málefnum HB Granda og Hvals auk þess hann ræddi stöðuna í sjávarútvegsmálum. Í máli Kristjáns kom m.a. fram að breytingar sem framundan eru í skipakosti HB Granda, það er endurbætur á ísfisksskipsflotanum og fækkun frystiskipa, muni þýða að störfum í landvinnslu fjölgi um 10-15 í frystihúsinu á Akranesi. Ársstörf í frystihúsinu verði þá orðin um 70 og alls um 80 hjá HB Granda á Akranesi, en tíu starfa í mjölverksmiðjunni.

Kristján sagði að á síðasta ári hafi verið unnin 3.500 tonn í frystihúsinu á Akranesi. Áætlað væri að á þessu ári yrðu unnin 4.000 tonn og á næsta ári yrði magnið orðið 6.000 tonn sem unnin yrðu á Akranesi, enda breytingarnar á skipunum þá gengnar í gegn. Kristján sagði að fyrirtækið væri einnig að fjárfesta fyrir vinnsluna á Akranesi. Vél sem þróuð hafi verið hjá Vöku í Reykjavík við að skera bein úr karfaflökum og þorskflökum, og nú væri til sýnis á sjávarútvegssýningunni í Brussel, hafi verið keypt og yrði sett upp á Akranesi með haustinu.

Fundarmenn lögðu ýmsar fyrirspurnir fyrir Kristján m.a. hvort blásið yrði til hvalvertíðar í vor. Kristján sagðist ekkert geta sagt til um það á þessari stundu hvort minni eða meiri líkur væui á því, en það myndi skýrast á næstunni. Hann sagði að eftir langt hlé á hvalveiðum hér við land hafi markaðurinn mikilvægi í Japan reynst þungur og ekki hafi jarðskjálftar og flóð í kjölfarið bætt þar úr. Aðspurður sagði Kristján að Hvalur sæti ekki eftir með miklar birgðir af hvalkjöti, það hafi verið að seljast smám saman. Af svörum hans að dæma virðist ekki loku fyrir það skotið að hvalur verði veiddur á komandi vertíð, en það myndi skapa um 150 störf, hjá áhöfnum bátanna og í vinnslunum í Hvalfirði og á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is