Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2013 09:52

Ítarleg kosningaumfjöllun í Skessuhorni vikunnar

Oddvitar allra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga í NV-kjördæmi sitja fyrir svörum í ítarlegu kosningablaði sem fylgdi Skessuhorni vikunnar. Tuttugu síðna umfjöllun er um helstu kosningamál kjördæmisins. Meðal annars er rætt við forsvarsmenn allra sveitarfélaga á Vesturlandi um brýnustu úrlausnarefni Alþingis fyrir hvert og eitt svæði, rætt við kjósendur á sex stöðum í kjördæminu, fjöldi stuðnings- og baráttugreina eru í blaðinu og tólf síður þar sem oddvitarnir eru spurðir spjörunum úr. Áhugavert er að bera saman svör frambjóðenda sem allir eru spurðir sömu 26 spurninganna um hin ýmsu málefni.

 

Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur flokkanna:

 

 

 

 

1. Hver eru þrjú brýnustu hagsmunamálin sem þinn flokkur mun standa fyrir, komist hann á þing?

 

2. Hver er afstaða þín til gjaldmiðils Íslendinga, verðtryggingar og stýringar verðbólgu. Hvert eiga Íslendingar að stefna?

 

3. Skuldir heimila hafa hækkað sökum verðbólgu og verðtryggingar frá hruni. Þannig er fólk jafnvel tæknilega gjaldþrota en fast í eigin húsnæði. Vill þinn flokkur gera eitthvað í þeim málum (lyklafrumvarp, flöt skuldaniðurfelling eða annað).

 

4. Mikið hefur verið skorið niður í heilbrigðismálum á Vesturlandi á síðustu árum og heilbrigðisstofnanir sameinaðar. Hver er stefna þíns flokks í heilbrigðismálum á Vesturlandi?

 

5. Eiga skattar einstaklinga og fyrirtækja að vera óbreyttir, hærri eða lægri? Hver er stefna þíns flokks í þeim efnum?

 

6. Víða á Vesturlandi skortir störf sem henta konum sérstaklega. Er flokkur þinn með einhverja stefnu til að bæta þar úr?

 

7. Atvinnuleysi mælist mest í hópi ungs fólks, frá 16-30 ára. Hvað hyggst þinn flokkur gera til að bæta stöðu ungra á atvinnumarkaði á Vesturlandi?

 

8. Ungt fólk og eldra hefur verið að tapa íbúðarhúsnæði á liðnum árum. Í ljósi hertra reglna á lánamarkaði er sérstaklega ungu fólki nær ómögulegt að kaupa húsnæði, meðal annars vegna kröfu lánastofnana um hátt hlutfall eigin fjár við íbúðakaup. Hefur þú einhver ráð fyrir þetta fólk, t.d. með eflingu leigumarkaðar. Hefur flokkurinn stefnu í húsnæðismálum almennings á Vesturlandi?

 

9. Landbúnaður hefur lítið verið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Hver telur þú vera helstu sóknarfæri hans á Vesturlandi og fyrir hverju munt þú berjast á því sviði?

 

10. Launamunur kynjanna hefur ekkert minnkað á yfirstandandi kjörtímabili og mælist um 20% hjá hinu opinbera. Vill þinn flokkur gera eitthvað í að draga úr launamun kynjanna?

 

11. Háskólar í landinu eru nú sjö talsins og þar af fjórir á landsbyggðinni. Finnst þér það hæfilegt? Munt þú beita þér fyrir því að staðinn verði vörður um háskólana á landsbyggðinni?

 

12. Hverjar eru að þínu mati brýnustu úrlausnarefni í samgöngumálum á Vesturlandi?

 

13. Hver er skoðun þín á jöfnun húshitunarkostnaðar?

 

14. Munt þú beita þér fyrir eflingu löggæslu á Vesturlandi og ert þú fylgjandi hugmyndum um fækkun sýslumannsembætta?

 

15. Ert þú fylgjandi núverandi sjávarútvegskerfi, og ef ekki, hverju viltu helst breyta?

 

16. Telur þú að Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið? Ef ekki, eigum við að leita samstarfs við önnur ríki eða ríkjasambönd?

 

17. Hvar er að þínu mati hægt að spara í opinberum rekstri (ríkisins)?

 

18. Ferðaþjónusta hefur verið ört vaxandi atvinnugrein á landinu og nú stefnir í að 800 þúsund ferðamenn komi til landsins á þessu ári. Hvað þarf að gera til að efla atvinnugreinina ferðaþjónustu, einkum með tilliti til Vesturlands?

 

19. Virkjanir eða náttúruvernd?

 

20. Ertu fylgjandi núverandi kjördæmaskipan, eða viltu breyta henni og þá hvernig?

 

21. Hvert verður þitt fyrsta baráttumál á Alþingi eftir kosningar og snertir íbúa Vesturlands?

 

22. Hver er afstaða þín gagnvart eflingu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls?

 

23. Hvernig spáir þú að skipting 8 þingsæta verði í Norðvesturkjördæmi í kosningunum (7+1)?

 

24. Hver er þín drauma ríkisstjórn eftir kosningar?

 

25. Hver eru að þínu mati vænlegustu sóknarfæri Vesturlands?

 

26. Hver er að þínu mati fallegasti staður á Vesturlandi?

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is