Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2013 01:06

40 milljónir verður varið til viðhalds og endurnýjunar varnargirðinga

Á síðasta degi vetrar var undirritað samkomulag milli atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðuneytis, Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sláturleyfishafa um ráðstöfun þriggja sjóða sem innheimtu hefur verið hætt til. Stærstum hluta fjárins verður varið til viðhalds og endurnýjunar varnargirðinga til að hefta útbreiðslu sauðfjársjúkdóma. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns og víðar nú í vor, var útlit fyrir að engir peningar yrðu til viðhalds sauðfjárveikivarnar girðinga á landinu. Slíkt hefði haft í för með sér mikið rennsli sauðfjár milli varnarhólfa með tilheyrandi hættu á dreifingu sauðfjársjúkdóma milli héraða.  Nú hefur rykið hins vegar verið dustað af þremur sjóðum sem reyndust hafa að geyma peninga sem ráðstafar verður. Sjóðirnir sem um ræðir eru Verðmiðlunarsjóður kindakjöts. Alls nema eftirstöðvar hans tæplega 63,7 m.kr. en innheimtu í hann var hætt 1. janúar 2006. Til endurnýjunar varnargirðinga á árinu 2013 verður varið 40 milljónum króna. Eftirstöðvar þess sjóðs verða látnar renna til Landssamtaka sláturleyfishafa.

Annar sjóðurinn sem um ræðir er Verðskerðingarsjóður nautakjöts. Alls nema eftirstöðvar hans rúmum 1,4 m.kr. en innheimtu í hann var hætt 1. janúar 2006. Verður fénu varið til Landssambands kúabænda til að standa straum af markaðsstarfi. Loks er þriðji sjóðurinn Útflutningssjóður kindakjöts. Alls nema eftirstöðvar þess sjóðs tæpum 6,5 m.kr. en engar tekjur hafa runnið í hann frá 1. júní 2009. Rennur fjárhæðin til Landssamtaka sláturleyfishafa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is