Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2013 03:49

Hjón úr Reykholtsdal hlutu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar

Garðyrkjuverðlaunin voru afhent í tíunda sinn á sumardaginn fyrsta, en þá er að venju opið hús í starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi.  Með verðlaunaveitingunni heiðrar LbhÍ þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin. Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar eru veitt þeim sem vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut. Þessi verðlaun hlutu hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir, Sólbyrgi í Reykholtsdal. Einar og Kristjana (Nanna) keyptu garðyrkjustöðina Sólbyrgi í Reykholtsdal árið 2008. Þau tóku sig upp með þremur börnum sínum og fluttu frá Vestmanneyjum í Borgarfjörð. Einar hafði starfað við sjómennsku og bílaviðgerðir og Nanna vann hjá Íslandspósti.

Áður en þau keyptu stöðina, sem þau eiga í dag, höfðu þau varla stigið inn í gróðurhús þannig að hlutirnir sem þurfti að ná tökum á voru óteljandi. Helsti kosturinn sem þau höfðu með sér var tækniþekking og útsjónarsemi, eins og að kunna aðeins að bjarga sér aðeins með rafmagn, lagnir, gler og þess háttar. Árið 2010 fór Einar svo í fjarnám á ylræktarbraut við Garðyrkjuskólann á Reykjum og lauk því vorið 2012.

 

Í Sólbyrgi voru ræktaðar gulrætur og héldu þau því áfram til að byrja með en hafa með aukinni þekkingu og endurbótum á stöðinni flutt sig yfir í ýmsar fleiri tegundir. Nú eru ræktaðar þar agúrkur, tómatar, gulrætur og síðast jarðarber. Þar sem þau höfðu orðið góða reynslu af því að taka garðyrkjustöð í gegn þá skelltu þau sér í útrás og keyptu garðyrkjustöðina Skrúðvang á Laugarbakka í Miðfirði. Sú stöð þarfnast verulegs viðhalds og verður tekin í gegn á næstu misserum. Einar og Nanna hafa stundað ýmis konar tilraunastarfsemi í þeirri leit að finna út hvað hentar til ræktunar og segjast hafa gert alls konar mistök í ræktuninni. Samt hafa þau ekki látið hugfallast heldur haldið áfram. Þau Einar og Nanna hlutu því hvatningaverðlaun garðyrkjunnar.

 

Heiðursverðlaun garðyrkjunnar

Heiðursverðlaunin eru veitt þeim sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati stéttarinnar og skólans. Heiðursverðlaunin hlaut Sigurður Albert Jónsson, garðyrkjufræðingur, sem var forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur í áratugi. Sigurður stundaði nám við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum og útskrifaðist þaðan sem garðyrkjufræðingur 1949. Árið 1955 hóf Sigurður störf hjá Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar og sá um garðyrkjustöðina í Laugardal þar til hann hóf að vinna við Laugardalsgarð og síðan Grasagarð Reykjavíkur. Sigurður teiknaði, skipulagði og stjórnaði uppbyggingu garðsins fyrstu áratugina og var forstöðumaður hans í 38 ár, eða þar til hann fór á eftirlaun.

 

Verknámsstaður garðyrkjunnar

Þessi verðlaun eru veitt þeim verknámsstað sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi. Elva Björk Jónatansdóttir, blómaskreytir og eigandi Bjarkarblóma hlaut verðlaunin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is