Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2013 12:42

Kosningaþátttaka á Akranesi heldur dræmari klukkan 11 í morgun en 2009

Á Akranesi, stærstu kjördeildinni í Norðvesturkjördæmi, höfðu 355 kosið klukkan 11 í morgun, eða 7,6% þeirra sem eru á kjörskrá. Á sama tíma árið 2009 höfðu 8,7% kosið. Kjórsókn er því heldur minni það sem af er degi en var fyrir fjórum árum. Að sögn kjörstjórnarfólks á Akranesi nýttu mun fleiri sér að kjósa utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á Akranesi en fyrir fjórum árum. Þannig kusu 528 hjá sýslumanninum nú, en 371 fyrir fjórum árum. Möguleg skýring er sú að margir tóku sér langa fríhelgi þar sem frí var í vinnu á sumardaginn fyrsta. Þannig er t.d. starfsfólk tveggja leikskóla á Akranesi í utanlandsferð um þessa helgi. Á kjörskrá á Akranesi eru 4672 að þessu sinni, en voru 4554 fyrir fjórum árum. Er það 2,59% fjölgun. Veðrið á Akranesi er milt og gott nú undir hádegið. Kjörstaðir á Akranesi verða opnir til klukkan 22 í kvöld. Atkvæði úr NV kjördæmi verða talin á Hótel Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is