Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2013 08:01

Nóg um að vera á Skeifudegi LbhÍ

Skeifudagur Grana, hestamannafélags nemenda Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, var á sumardaginn fyrsta eins og oftast áður. Þá sýndu nemendur afrakstur vetrarins í tamningum og reiðmennsku. Keppt var og sýnt í reiðhöllinni á Mið-Fossum og verðlaun afhent við athöfn í húsnæði skólans á Hvanneyri. Jafnframt voru nemendur úr námskeiðsröðinni Reiðmanninum brautskráðir. Þrettán nemendur úr búfræði og búvísindanámi við LbhÍ tóku hrossaræktaráfanga í vetur. Hulda Jónsdóttir fékk Eiðfaxabikarinn fyrir árangur í bóknámi í hrossarækt 2, Sigurður Heiðar Birgisson fékk afhent ásetuverðlaun Félags tamningamanna og Framfaraverðlaun Reynis komu í hlut Guðdísar Jónsdóttur. Sá nemandi í hrossarækt 3 sem stendur sig best í verklegum prófum fær Morgunblaðsskeifuna, verðlaunagrip sem Morgunblaðið hefur veitt samfellt í 56 ár. Margir þekktir reiðmenn hafa fengið Skeifuna í gegnum árin. Harpa Birgisdóttir fékk viðurkenninguna í þetta sinn.

Tuttugu og tveir nemendur útskrifuðust úr Reiðmanninum en það er áfangaskipt tveggja ára nám í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi sem Endurmenntun LbhÍ býður upp á. Nemendurnir voru á Hellu og í Víðidal í Reykjavík. Reiðmaðurinn er bóklegt og verklegt nám sem stundað er í hópum víða um land og á Hvanneyri. Fimm hópar voru á fyrra ári í Reiðmanninum í vetur, alls yfir 60 manns, og útskrifast nemendurnir að ári.

 

Í keppni um Morgunblaðsskeifuna voru þessi efst:

1. Harpa Birgisdóttir

2. Jónína Lilja Pálmadóttir

3. Sigurlína Erla Magnúsdóttir

 

Keppt var um Gunnarsbikarinn en sá bikar er gefin af Bændasamtökum Íslands í minningu Gunnars Bjarnasonar hrossaræktarráðunauts. Keppnin um þennan bikar byggir á gangtegundakeppni nemenda. Efstu keppendur um Gunnarsbikarinn voru:

1. Jónína Lilja Pálmadóttir

2. Sigurlína Erla Magnúsdóttir

3. Sigurborg Hanna Sigurðardóttir.

 

Einnig kepptu nemendur í Reiðmanninum um Reynisbikarinn sem gefinn var af Reyni Aðalsteinssyni tamningameistara. Efstu nemendur urðu:

1. Jón Óskar Jóhannesson

2. Nanna Jónsdóttir

3. Erna Óðinsdóttir

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is