Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2013 08:01

Þemaferðir í Grundarfirði standa fyrir ferð til Orkneyja í sumar

Ný ferðaskrifstofa á Vesturlandi, Þemaferðir, er nú að bjóða upp á ferð til Orkneyja. Arnlín Óladóttir verður fararstjóri, en hún rekur fyrirtækið í félagi við Óla Jón föður sinn í Grundarfirði og Steinunni Hansdóttur konu hans. Arnlín er spurð um ferðina, sem Þemaferðir munu bjóða dagana 11. til 20. júní í sumar, og um Orkneyjar, ekki síst í ljósi þess að fáir þekkja þessar eyjur. „Orkneyjar eru spennandi áfangastaður fyrir Íslendinga. Þarna eru yfir 70 eyjar, hver annarri ólíkar, mikil náttúrufegurð og fjölbreytt dýralíf. Eyjarnar voru undir stjórn norrænna manna allt fram á 16. öld og ber mannlífið þess merki enn þann dag í dag. Örnefnin eru að mestu norræn og sagnaarfurinn er þeim mikilvægur eins og okkur,“ segir Arnlín en eyjarnar eru skammt undan norðurodda Skotlands.

Orkneyingasaga er skrifuð af Íslendingum. „Eftir því sem við best vitum er sagan skrifuð af Íslendingum. Saga Orkneyjajarla og samskipti þeirra við Íslendinga eru einnig merkilegir þættir í Njáls sögu, ásamt fleiri sögum. Það verður spennandi að skoða þessar söguslóðir og kynnast hugmyndum Orkneyinga um söguna. Einnig verður sagnfræðingur með í ferðinni til að fræða okkur nánar. Svo eru Orkneyjar líka heimsfrægar fyrir minjar allt frá steinöld.

 

Steinhringir eins og Stonehenge sem eru líklega um 5.000 ára gamlir, grafhaugar og bústaðir. Þeir eru alltaf að uppgötva fleiri minjar t.d. kom í ljós heilt steinaldarþorp eftir mikinn storm um 1850. Það hafði grafist í sand, en þessi mikli stormur sópaði sandinum í burtu og í ljós komu ótrúlega vel varðveitt hús og munir.“ Arnlín segir að Orkneyingar séu um margt líkir okkur Íslendingum, eyjaþjóð sem byggir afkomu sína á nýtingu náttúrunnar og þess sem hún gefur. Þeir eru einna fremstir í heiminum í virkjun vindorku og sjávarfalla og er rekið þar merkilegt rannsóknasetur varðandi slíkar virkjanir.

„Við ætlum að verja mestöllum tímanum í Orkneyjum og þess vegna fljúgum við þangað frá Edinborg. Við munum dvelja í fimm daga í stærsta bænum Kirkwall og ferðast þaðan, aðallega um stærstu eyjuna sem þeir kalla meginlandið en einnig siglum við um og skoðum fleiri eyjar. Flestar minjarnar eru samt á meginlandinu. Kirkwall sjálf er líka spennandi staður þar sem er öll stjórnsýsla, söfn og sýningar ýmis konar. Þar er talsverð útgerð og blómlegt mannlíf. Við ætlum svo að kíkja við í Inverness í bakaleiðinni áður en við tökum lestina í gegnum hálöndin til baka til Glasgow þar sem við verðum í tvo daga,“ segir Arnlín að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is