Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2013 03:46

Mjölvinnsla úr aukaafurðum fyrirhuguð á Akranesi

Á dögunum skrifuðu forsvarsmenn HB Granda undir samning við danska fyrirtækið Haarslev um framleiðslu á búnaði til að vinna mjöl úr aukaafurðum frá bolfiski. Í samningnum er gert ráð fyrir að afhending vélbúnaðar í verksmiðjuna fari fram í október í haust. Að sögn Björns Almars Sigurjónssonar rekstrarstjóra mjölverksmiðja HB Granda mun taka 6-8 vikur að koma verksmiðjunni fyrir í suðvesturhorni mjölverksmiðjunnar á Akranesi, þannig að gera má ráð fyrir að fyrsta afurð komi úr nýju sérbúnu verksmiðjunni á jólaföstunni, en áætlað er að hún vinni fiskimjöl úr 55 tonnum hráefnis á sólarhring.

Björn segir að HB Grandi sé með uppsetningu verksmiðjunnar að skapa sem mesta framlegð úr vinnslunni. Við breytingar sem nú eru framundan í skipaflota fyrirtækisins, eykst hráefni til landvinnslu og þar með fellur meira til af aukaafurð úr bolfiskinum en áður, þar sem að við vinnslu út á sjó eru aukaafurðir svo sem beingarðar ekki hirtir. Aðspurður sagði Björn Almar að enn yrði þó bið á því að síldar- og loðnumjölsverksmiðjan á Akranesi yrði rafvædd, en að því hefur verið stefnt frá árinu 2009. Orkuveita Reykjavíkur hefur slegið á frest byggingu aðveitustöðvar á Akranesi, að minnast kosti til ársins 2015. Við hana yrði spenna aukin á Akranesi og meira afl skapaðist í kerfinu. Þegar mjölverksmiðjan á Akranesi er í fullri vinnslu myndi hún þurfa 18 MW raforku á sólarhring, að sögn Björns Almars.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is