01. maí. 2013 07:00
Baráttudagur verkalýðsins er í dag
Í dag er 1. maí, baráttudagur verkalýðs. Af því tilefni bjóða verkalýðsfélög víðsvegar um landið til hátíðarhalda og baráttufunda, kaffiveitinga og kröfugöngu. Á vef Alþýðusambands Íslands er hægt að finna upplýsingar um dagskrá víðsvegar um landið, svo og á vef verkalýðsfélaganna hér á svæðinu.
Skessuhorn óskar launafólki um allt land til hamingju með daginn!