Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. maí. 2013 10:01

Elskaðu friðinn frumsýnt á morgun í Bíóhöllinni

Á morgun, fimmtudaginn 2. maí, verður söngleikurinn Elskaðu friðinn frumsýndur í Bíóhöllinni á Akranesi. Söngleikurinn er samstarfsverkefni Brekkubæjarskóla á Akranesi og Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit en það eru þau Samúel Þorsteinsson, leiklistar- og tónlistarkennari, og Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari sem leikstýra sýningunni sem jafnframt er samin af þeim sjálfum og nemendum. Um 60 nemendur skólanna taka þátt í uppsetningu verksins en þar verða um 40 á sviði. Meðal þeirra eru þau Hjördís Tinna Pálmadóttir, Nikulás Marel Ragnarsson og Aðalsteinn Bjarni Valsson en þau gáfu sér tíma til að spjalla við blaðamann Skessuhorns þegar hann leit við á leikæfingu í Bíóhöllinni síðdegis á föstudaginn.

 

 

 

 

Að þeirra sögn er þetta í fyrsta skipti sem ráðist er í uppsetningu verks af þessu tagi og einnig í fyrsta skipti sem Heiðarskóli og Brekkubæjarskóli eiga saman svona samstarf. Öll eru þau sammála um að það sé frábært að fá tækifæri til að taka þátt í verkefni sem þessu og segja þau allan hópinn leggja sig vel fram á æfingum og á öðrum vígsstöðvum í undirbúningi verksins. Góð tengsl séu að skapast á milli skólanna og er góð stemming í hópnum. Um spennandi verk er að ræða, með söng og tónlist sem er lifandi flutt, en sérstök hljómsveit nemenda hefur verið sett saman til að sjá um tónlistarflutning á sýningunni. Nikulás Marel og Aðalsteinn eru einmitt meðlimir sveitarinnar og sinnir Nikulás bassaleik á meðan Aðalsteinn leikur á gítar. Sjálf fer Hjördís Tinna með eitt aðalhlutverka í sýningunni.

 

Verkið fjallar um ástir og örlög tveggja ungmenna sem koma úr ólíkum fjölskyldum, önnur íhaldssöm en hin frjálslynd í anda hippana. Stríð brýst út í þjóðfélaginu og eru ungir menn kallaðir í herinn til að þjóna föðurlandinu. Unga parið stendur þá frammi fyrir erfiðum aðstæðum og bætir ekki úr skák að viðhorf fjölskyldna þeirra er misjafnt til umbrotanna í þjóðfélaginu. Kunn rokklög frá hippatímabilinu skipa lagalista verksins en íslenskur texti hefur verið saminn við öll löginn, sem tengjast að sjálfsögðu söguþræðinum. Nikulás, Aðalsteinn og Hjördís segja Elskaðu friðinn vera fjölskyldusýningu sem enginn megi láta framhjá sér fara. Þau hvetja að sjálfsögðu alla til að leggja leið sína í Bíóhöllina á sýninguna enda lofuðu þau fyrir hönd allra þátttakenda að hér væri á ferðinni stórskemmtileg sýning.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is