Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2013 10:01

Flugslysaæfing á Langjökli heppnaðist vel þrátt fyrir leiðinda veður

Helgina 26. til 28. apríl sl. var sviðsett flugslys á Langjökli þar sem bresk herflugvél átti að hafa hrapað á jöklinum. Handrit æfingarinnar fjallaði um aðstæður þar sem flugstjórn tilkynnti stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/JRCC Íslandi að C-130 Hercules flugvél frá breska hernum væri saknað. Bregst stjórnstöðin þá við í samræmi við verkferla, virkjar og upplýsir viðbragðsaðila og reiknar út hugsanlegt leitarsvæði. Um var að ræða samstarfsverkefni konunglega breska flughersins, Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar. Björgunarsveitirnar sem tóku þátt í æfingunni voru Björgunarfélag Akraness, Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi, Björgunarsveitin Heiðar í Varmalandi, Björgunarsveitin Ok í Reykholti og Björgunarsveitin Elliði í Staðarsveit. „Allt í allt hafa þetta verið um sjötíu manns sem tóku þátt í æfingunni,“ sagði Þór Bínó Friðriksson formaður Björgunarfélags Akraness í samtali við Skessuhorn.

„Í heildina litið heppnaðist æfingin rosalega vel og allir sem ég hef rætt við verið mjög sáttir. Veðrið setti þó strik í reikninginn og urðum við að færa æfinguna upp á Akrafjall á sunnudeginum. Það kom þó ekki að sök.“

 

Þór Bínó segir björgunarsveit breska flughersins hafa viljað vita hvernig viðbrögð íslenskra viðbragðsaðila væru við slysi sem þessu en að auki hafi íslensku björgunarsveitirnar lært heilmikið á þeirri bresku. „Við græddum heilmikið á þessari æfingu og það er alltaf gott þegar viðbragðsaðilar á Íslandi vinna saman. Við mættum gera meira af því. Æfingin fólst meðal annars í leit á jöklinum og aðkomu á slysstað sem felst meðal annars í því að komast að því hverjir og hvað er um borð í vélinni.“

 

Björgunarsveit breska flughersins verður 70 ára á þessu ári en hún samanstendur af fólki úr flughernum, bæði sjálfboðaliðum og atvinnumönnum. Allt í allt voru þetta um tuttugu manns sem komu hingað til lands vegna æfingarinnar, þar af tólf úr björgunarsveitinni. Þess má geta að breski sendiherrann kíkti á æfinguna á sunnudeginum og þótti að sögn Þórs Bínó mikið til koma. „Æfing sem þessi hefur ekki verið haldin hér á landi áður og hefur breska björgunarsveitin þegar boðið okkur að koma í heimsókn til Bretlands og taka þátt í sambærilegri æfingu. Mikill áhugi er fyrir því meðal okkar manna og vonum við að það gangi eftir.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is