02. maí. 2013 02:01
Síðastliðið föstudagskvöld var kveikt í geymsluskúr í flóanum fyrir ofan verslunina Bónus á Akranesi. Ekki er vitað hver eða hverjir kveiktu þarna í en þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem bregðast þarf við vegna íkveikju en kveikt var í timburgámi við Smiðjuvelli fyrir liðlega viku. Lögregla biður þá sem kunna að vita um hver þarna var að verki, að hafa samband í síma 444 0111. Þá fékk lögreglan tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir við mannlaust hús á Akranesi sl. fimmtudag. Lögregla brást skjótt við og kom að manni sem brotist hafði inn í bílskúr við húsið og var að gramsa þar í munum sem þar voru geymdir. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu.