Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2013 01:01

Bakvaktir sameinaðar í Grundarfirði og Snæfellsbæ

Frá 1. maí 2013 munu heilsugæslulæknar í Grundarfirði og Ólafsvík skiptast á að gegna bakvöktum um helgar fyrir bæði heilsugæslusvæðin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þóri Bergmundssyni framkvæmdastjóra lækninga og rekstrar hjá Heilbrigðisstofnun Vesturland. „Ákvörðun þessi byggir á umfjöllun framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um tillögur starfshóps velferðarráðuneytis, sem falið var að skoða sameiningu vaktsvæða og eflingu sjúkraflutninga á Snæfellsnesi og skilaði áliti og greinargerð fyrir rúmu ári,“ segir í tilkynningunni.  Skipulagsbreyting þessi tók raunar gildi 1. nóvember sl. en vegna mótmæla frá sveitastjórnamönnum og öðrum íbúum svæðisins var ákveðið að fresta henni um miðjan desember sl. og nú fram á vorið. Vógu þar þungt áhyggjur fólks af vondum veðrum og ófærð á svæðinu.  

„Áætlað er að sameiginleg bakvakt heilsugæslulæknanna verði til reynslu í hálft ár eins og að var stefnt í upphafi. Að þeim tíma liðnum verða svo metnir kostir og gallar þessa fyrirkomulags. Eins og áður munu samskipti við vakthafandi heilsugæslulækni utan dagtíma virka daga fara í gegnum Neyðarlínuna 112,“ segir í tilkynningu. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is