Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2013 06:15

Fékk 100 þúsund krónur úr ofuredrúpotti NFFA

Karín Anna Ólafsdóttir var dregin úr ofuredrúpotti NFFA við athöfn í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands síðasta mánudag. Fékk hún að launum hundrað þúsund króna vöruúttekt í versluninni Nínu en vinningurinn var gefinn af Gamla Kaupfélaginu og Nínu. Gísli Þráinsson hjá Gamla Kaupfélaginu var fenginn til að draga úr pottinum. Í ofuredrúpottinn fara nöfn þeirra sem mætt hafa allsgáðir á öll böll nemendafélagsins á önninni en nemendum gefst ætíð tækifæri til að blása í áfengismæli til að sýna og sanna að þeir hafi ekki drukkið fyrir dansleiki. Dregið er úr edrúpotti eftir hvern dansleik en þetta var í fyrsta skiptið sem dregið var úr ofuredrúpottinum sem gildir fyrir alla dansleiki annarinnar. Er þetta liður í því að hvetja ungmenni til þess að skemmta sér án áfengis á skólaskemmtunum.

„Þetta hefur gengið mjög vel þó það megi augljóslega alltaf gera betur,“ sagði Valdimar Ingi Brynjarsson formaður NFFA í samtali við Skessuhorn. „Yfirleitt er þetta á bilinu þriðjungur til helmingur ballgesta sem blæs í áfengismælinn fyrir hvert ball og um fimmtíu nemendur voru í ofuredrúpottinum. Við höfum ekki lent í neinum verulegum vandræðum með drykkju á skólaböllum þetta skólaárið en auk þessarar hvatningar hafa reglurnar verið hertar. Til dæmis ef nemendur eru gripnir með áfengi fyrir utan skemmtistaðinn þá nægir það til brottvísunar af ballinu,“ segir Valdimar Ingi sem segist vonast til að átakið haldi áfram á næstu önn.

 

Hyggst sleppa áfenginu alveg

Karín Anna er á fyrsta ári við Fjölbrautaskóla Vesturlands og því sextán ára. Hún segist aldrei smakka áfengi og viðurkennir að átak nemendafélagsins virki mjög hvetjandi á nemendur. „Ég held að ungt fólk seinki því í meira mæli að byrja að drekka og það hjálpar ef eitthvað líkt þessu er í boði. Sjálf var ég búin að lofa foreldrunum að byrja ekki að drekka fyrir tvítugt, en ég held að ég sleppi því nú bara yfir höfuð.“ En hvernig mun Karín Anna verja vinningsfénu? „Ég ætla bara að kaupa mér föt,“ segir hún og brosir. „Það var hvort eð er kominn tími til að endurnýja í fataskápnum.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is