Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2013 08:01

Svanasöngur á ný

Karlakórinn Svanir á Akranesi hóf upp raust sína á tónleikum á sumardaginn fyrsti í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi. Kórinn söng þá fyrir heimilisfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Svavar Garðarsson, sem haft hefur veg og vanda að endurreisn kórsins, segir vel hafa tekist til. „Þetta var 26 manna hópur sem söng á þessum tónleikum en samt erum við orðnir 35 í kórnum núna. Við fengum góðar viðtökur hjá góðum en kröfuhörðum hópi. Þarna var fólk sem saknaði orðið karlakórssöngs og man mjög vel eftir Svönum áður fyrr. Það klappaði okkur margoft upp.“

Stjórnendur kórsins eru þau Páll Helgason og Sigríður Elliðadóttir og skiptast þau á að sjá um undirleik. Meðal áheyrenda á fyrstu tónleikum kórsins var Haukur Guðlaugsson sem stjórnaði kórnum þegar hann naut sem mestra vinælda og var hann ánægður með hvernig tekist hefði til við endurreisn kórsins.

„Næsta verkefni okkar er að syngja með kvennakórnum Ymi á tónleikum núna í maí en síðan reikna ég mér að við tökum okkur frí fram í ágúst og byrjum þá leikinn aftur. Þetta er búið að ganga ótrúlega vel síðan við byrjuðum um miðjan janúar en við höfum verið með tvær æfingar á viku, önnur þeirra en kóræfing en hin raddæfing. Við erum bara bjartsýnir á framhaldið og fyrstu undirtektirnar hvetja okkur til frekari dáða,“ sagði Svavar Garðarsson. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is