Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2013 02:17

„Þessu verður ekki breytt fyrr en það verður stórslys“

Vont veður og töluverð bræla einkenndi fyrsta dag strandveiða hjá strandveiðimönnum af Snæfellsnesi í dag. Ásgeir Ragnarsson í Grundarfirði gerir, ásamt syni sínum Heimi Þór Ásgeirssyni, út á bátnum Snúlla SH en þeir lentu í talsverðum hremmingum við veiðarnar vegna veðurs. „Við fengum á okkur brotsjó og við það brotnuðu hjá okkur tvær rúður. Heimir var staddur inni í húsi og fékk á sig mikinn sjó,“ sagði Ásgeir í samtali við Skessuhorn þegar blaðamaður ræddi við hann var hann á fullu við að tæma bátinn. Hann gagnrýnir fyrirkomulag strandveiðanna sem kenndar hafa verið við ólympískar veiðar, þar sem fyrstur kemur fyrstur fær. „Það var vitlaust veður í morgun og bræla, samt fóru flest allir héðan á sjó. Það verða allir að fara, sama í hvernig veðri, því þetta er bara keppni. Fyrirkomulaginu verður samt örugglega ekki breytt fyrr en það verður stórslys og það mun eflaust enda með því. Við fórum að vísu ekki af stað fyrr en klukkan átta í morgun, héldum að veðrið myndi eitthvað lagast þegar liði á daginn, en það gerði það ekki. Ef menn fengju til dæmis að velja sér daga þá hefði enginn farið út í dag,“ segir Ásgeir Ragnarsson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is