Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2013 04:01

Frænkur með málverkasýningu og tónleika í Vitanum

Frænkurnar Erna Hafnes Magnúsdóttir myndlistarkona og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir söngkona ætla að standa fyrir listviðburðum í Akranesvita á Breið nú um helgina, laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. maí. Erna Hafnes verður með málverkasýningu í Vitanum kl. 14-16 þessa daga og Hanna Þóra með tónleika klukkan 15 báða dagana. Hanna Þóra syngur þrettán lög á tónleikunum og Erna verður með jafnmörg verk unnin í olíu á sýningunni. Hanna Þóra segir að við val á lögunum hafi verið reynt að ná sem mestri tengingu við Akranes, en þetta séu íslensk dægur- og sönglög og vögguvísur. Það er Jón Gunnar Biering sem leikur undir á gítar. Erna valdi textabrot úr hverju lagi sem Hanna Þóra syngur á tónleikunum og eru verkin að talsverðu leyti byggð á þeim. Myndirnar hefur hún unnið á skömmum tíma og átti m.a. eftir að ganga frá nokkrum þeirra þegar blaðamaður Skessuhorns hitti þær frænkur á dögunum.

Aðspurðar sögðust þær Erna Hafnes og Hanna Þóra vera mikið skyldar, systkinadætur af ættlegg sem kenndur er við Beitistaði í Hvalfjarðarsveit.

Þær segjast oft hafa rætt sín á milli að gera eitthvað og nýta kraftana saman. Hugmyndin að þessum viðburðum í Vitanum hafi kviknað í vetrarbyrjun. Þar hafi einnig komið til áeggjan Hilmars Sigvaldasonar „vitavarðar“ í Akranesvita sem beitir sér mjög fyrir því að fólk heimsæki vitann og fátt væri betra í þeim tilgangi en að efna til listviðburða í vitanum.

Báðar eru þær Hanna Þóra og Erna störfum hlaðnar. Hanna Þóra er mikið að syngja klassísk verk í Óperunni, verður m.a. með tónleika um miðjan maí. Erna Hafnes er umsjóna- og smíðakennari í 2. bekk Brekkubæjarskóla auk þess að sinna listinni á vinnustofu heima og sjá um sitt heimili eins og Hanna Þóra frænka hennar. Þær vonast eftir fjölmenni í Vitann um næstu helgi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is