Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2013 04:10

Næg verkefni framundan hjá Skaganum og Þ&E

Það er engin lognmolla á athafnasvæði Skagans og Þ&E á Grenjunum á Akranesi þessa dagana. Slippurinn iðar af lífi. Í vikunni komu tvö skip til viðgerðar. Annað þeirra, Magnús SH frá Hellissandi, var tekið upp í slipp og búið er að brenna hluta af afturhluta skipsins af. Nýr afturhluti bíður tilbúinn í skipasmíðahúsinu en skipt verður um skrokk aftan við brú. Því verki á að ljúka í september. Hitt skipið, Sturlaugur H. Böðvarsson AK-10, liggur við viðlegukantinn í Lambhúsasundi og næstu þrjár vikur verður unnið að endurbótum og viðhaldi. Meðal annars verður skipt um grandaraspil og lunningin aftan til endurnýjuð. „Við lögðum upp með ein þrjú atriði sem ætti að gera í byrjun en nú eru þau orðin þrettán,“ segir Þorgeir Jósefsson þjónustustjóri í samtali við Skessuhorn. „Síðan koma uppsjávarveiðiskipin Faxi og Ingunn í ýmiss konar viðhald hingað til okkar.“

 

Nánar er fjallað um verkefni Skagans og Þ&E í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is