Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2013 12:04

Viðsnúningur í rekstri Grundarfjarðarbæjar

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2012 var lagður fram til síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Fram kemur í tilkynningu vegna ársreikningsins að mikil umskipti hafi orðið í rekstri sveitarfélagsins á síðustu árum, en unnið hafi verið markvisst að því að snúa við langvinnum hallarekstri, lækka skuldahlutfall og bæta lausafjárstöðu Grundarfjarðarbæjar. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A og B hluta, var 108,6 millj. kr. en þar af var leiðrétting vegna gengisbundinna lána 100 milljónir kr. Að endurgreiðslunni frádreginni er þetta besta rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins í sjö ár. Framlegð frá rekstri var 20,3% og hefur aldrei verið hærri og skuldahlutfall, þ.e. skuldir sem hlutfall af tekjum, er nú 180,3% en var 212,5% árið 2011. Hæst fór skuldahlutfallið í 257,4% árið 2009.

Skuldahlutfall má ekki vera hærra en 150% og ber sveitarfélaginu að ná því marki innan tíu ára. Áætlanir gera ráð fyrir að skuldahlutfallið verði komið niður fyrir 150% innan þess tíma. Veltufé frá rekstri var 125 milljónir kr. og hefur aldrei verið hærra. Afborganir lána voru 41,5 millj. kr. hærri en nýjar lántökur og voru skammtímalán greidd upp á árinu.

Í tilkynningu frá Grundarfjarðarbæ segir að ársreikningurinn sýni bætta stöðu bæjarsjóðs og með sama framhaldi sé bjartara framundan í fjármálum en verið hefur. „Árangurinn er mörgum að þakka. Íbúar hafa slegið af kröfum um þjónustu, starfsmenn gætt aðhalds í rekstri og stjórnendur bæjarins sett fjármálin í forgang. Þess má geta að síðasta ári var unnin ítarleg úttekt á rekstri bæjarins og staðfesta niðurstöður hennar að búið er að ganga eins langt og kostur er í hagræðingu. Nú reynir á úthald og útsjónarsemi til að halda áfram á sömu braut, allt þar til 150% skuldahlutfalli verður náð,“ segir í tilkynningunni vegna ársreiknings Grundarfjarðarbæjar. Heildareignir bæjarsjóðs voru í lok síðasta árs 1.777,7 millj. kr. og heildarskuldir og skuldbindingar 1.478,8 millj. kr. Þar af voru skuldir við lánastofnanir 1.277,4 millj. kr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is