Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. maí. 2013 08:19

Grundaskóli sigraði í tveimur greinum af fimm í Skólahreysti

Úrslit í Skólahreysti fóru fram í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins í Laugardalshöll sl. fimmtudag. Um fjögur þúsund stuðningsmenn og áhorfendur mættu í höllina og stemningin og fjörið var mikið eins og áhorfendur gátu séð. Tólf skólar kepptu til úrslita. Keppnin hefur aldrei verið jafn jöfn og spennandi og nú og greinilegt að nemendur skólanna eru farnir að æfa meira og markvissar þessa fjölíþróttagrein sem vissulega má kalla Skólahreystina. Úrslit urðu þau að Holtaskóli í Reykjanesbæ varð í fyrsta sæti með 53,5 stig, vann nú þriðja árið í röð sem verður að teljast góður árangur Reyknesinga. Breiðholtsskóli varð annar með 50 stig og Lindaskóli í því þriðja með 49 stig. Grundaskóli á Akranesi var fulltrúi Vesturlands í keppninni eftir að hafa unnið Grunnskóla Borgarfjarðar naumlega í undanúrslitum. Krakkarnir úr Grundaskóla stóðu sig frábærlega og unnu m.a. tvær keppnisgreinar af fimm. Í armbeygjur sigraði Magðalena Lára Sigurðardóttir úr Grundaskóla og tók hún 67 armbeygjur. Kristinn Bragi Garðarsson úr Grundaskóla sigraði í dýfum þegar hann fór 62 slíkar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is