Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2013 08:01

Skagamenn og Grundfirðingar í efstu sætum Vesturlandsmóts í boccia

Vesturlandsmótið í boccia var haldið í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi síðastliðinn laugardag. Mótið var í umsjón íþróttanefndar Félags eldri borgara á Akranesi og nágrennis, FEBAN, og tókst framkvæmd öll ágætlega. Aðstaða öll er góð á Akranesi til mótahalds af þessu tagi, svo sem aðbúnaður keppenda og sala veitinga. Alls áttu átta félög rétt til þátttöku en keppendur frá fimm félögum með alls fimmtán lið mættu til leiks. Keppni var jöfn og skemmtileg og sáust mörg góð tilþrif þegar kappsamir leikmenn reyndu að kasta rauða eða bláa boltanum sem næst þeim hvíta. Undirbúningur, framkvæmd og stjórn mótsins var í höndum Ingimundar Ingimundarsonar og Flemming Jessen, en Ingimar Magnússon formaður FEBAN setti mótið, afhenti verðlaun og var þulur.

 

 

 

 

Helstu úrslit urðu þau að lið heimamanna var í tveimur efstu sætunum. Sigurliðið var skipað þeim Ingu Helgadóttur, Þórhalli Björnssyni og Tómasi Sigurþórssyni. Silfurverðlaun hluta lið sem nefndist Akranes 2, skipað þeim Sveini Þórðarsyni, Þorvaldi Valgarðssyni og Fróða Einarssyni. Grundfirðingar áttu svo liðið sem hafnaði í þriðja sæti. Það var skipað þeim Jónínu Kristjánsdóttur, Kristínu Árnadóttur og Ólöfu Pétursdóttur.

 

Ljósm. Þórhallur Teitsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is