Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2013 06:00

Mótmæla harðlega færslu póstkassa í Þverárhlíð

Með bréfi dagsettu 19. apríl sl. tilkynnti Íslandspóstur íbúum í Þverárhlíð í Borgarfirði að nú eigi að færa póstkassa við bæi þeirra frá húsum og heimreiðum og út á vegamót. Í einhverjum tilfellum þýðir þessi færsla að póstkassar verða staðsettir langt frá bæjum og oft úr sjónmáli, jafnvel marga kílómetra frá bæjarhúsum. Þannig getur hvaða óprúttni einstaklingur sem er, óáreittur og óséður, gramsað í pósti fólks og stolið þaðan póstsendingum. Frá þessum fyrirhuguðu breytingum Íslandspósts var skýrt í dreifibréfi sem sent var heim á alla bæi og tilgreinir fyrirtækið sparnað sem ástæðu breytinganna og hversu dýrt sé fyrir ÍSP að stunda póstdreifingu í dreifbýli. Fyrirhuguðum breytingum hafa íbúar í Þverárhlíð nú mótmælt harðlega með bréfi sem stílað er til Ingimundar Sigurpálssonar forstjóra Íslandspósts. Í lok bréfs íbúanna segir orðrétt:

 

 

 

 

„Við íbúar hér í Þverárhlíð lítum á þessa ákvörðun ÍSP sem mikla þjónustuskerðingu sem ekki standist lög og mótmælum henni hér með. Það er því óþarfi fyrir landpóstinn að hafa samband við íbúa hvað varðar staðsetningu póstkassa því við gerum þá kröfu að þeir verði áfram á sínum stað og þjónustan verði óskert.“

Í bréfinu eru jafnframt færð rök gegn ákvörðun Íslandspóst að færa póstkassa frá bæjum. Segir m.a. að tilgreindur áfangastaður póstsendinga eigi að vera heimilisfang og eða aðsetur þess sem pósturinn er stílaður til og afhentur í bréfalúgu á húsi eða póstkassa heim við hús líkt og nú er gert. Vísað er til úrskurðar í hliðstæðu máli á Dalvík þar sem úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála gaf út þá niðurstöðu að tilgreindur áfangastaður pósts sé ekki sá staður sem Íslandspóstur einhliða ákveður án samráðs við íbúa. Póstur í póstkassa langt frá bæ eða íbúðarhúsi, jafnvel ekki í sjónmáli, sé því á ábyrgð Íslandspósts.

 

Reglugerð fjandsamleg dreifðum byggðum

Skessuhorn hefur áður fjallað um færslu póstkassa í dreifbýli og minnkandi þjónustu Íslandspósts í skjóli hagræðingar. Í svörum fyrirtækisins við umfjöllun blaðsins í febrúar sl. kom fram að samkvæmt reglugerð sem Íslandspóstur vísar til skuli póstkassi í dreifbýli vera staðsettur við eða í húsi ef lengd safnvegar frá tengivegi eða stofnvegi er ekki lengri en 50 metrar. Sé safnvegur allt að 500 metrar skal póstkassi vera staðsettur við vegamót safnvegar við tengi- eða stofnveg. Til áréttingar, þá er safnvegur vegur sem tengir einstakt býli við aðra hluta vegakerfisins á meðan tengi- og stofnvegir eru almennir þjóðvegir. Að jafnaði skal póstkassi þó ekki vera staðsettur fjær en 500 metra frá húsi. Reglugerðin heimilar engu að síður undanþágur frá því við þrenns konar aðstæður. Í fyrsta lagi ef tvö eða færri hús eru að meðaltali á hverja tvo kílómetra safnvegar eða tengivegar, í öðru lagi ef ekkert vegasamband er við húsið og í þriðja lagi þegar viðkomandi hús er staðsett langt utan við almenna byggð. Sé um skráðar sendingar að ræða skal þó að jafnaði fara heim að húsi. Eins og þarna kemur fram hafa fyrirhugaðar breytingar Íslandspósts á staðsetningu póstkassa mikil áhrif í strjálbýlum sveitum eins og t.d. Þverárhlíð í Borgarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is