Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2013 10:01

Aðstaða fyrir fæðandi konur úr dreifbýli í boði á Akranesi

Í umræðu fjölmiðla að undanförnu hefur verið fjallað um aðstöðuskort kvenna úr dreifbýli sem þurfa að fara langan veg til að fæða börn sín og þurfa jafnvel að bíða lengi fjarri heimili eftir fæðingu barna sinna. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er í ljósi umræðunnar að á Akranesi er í boði aðstaða fyrir fæðandi konur úr dreifbýli sem búa fjarri fæðingarstað. „Í mörg undanfarin ár hefur verið boðin aðstaða fyrir konur sem koma til að fæða börn sín á fæðingardeild HVE á Akranesi.  Þessi aðstaða er látin í té í gistihúsnæði á lóð stofnunarinnar og getur jafnvel maki eða aðstandandi dvalið hjá viðkomandi á meðan beðið er fæðingar, jafnvel einhverja sólarhringa ef á þarf að halda.  Á sjúkrahúsinu á Akranesi er vaktviðbúnaður allan sólarhringinn og aðstaða til að framkvæma bráðakeisara. Sérfræðingur í fæðingahjálp og kvensjúkdómum er jafnframt á sólarhringsvakt.  Öllum áhættufæðingum er hinsvegar vísað á Landspítala.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is