06. maí. 2013 09:18
Kynningafundum ADHD samtakanna, sem greint var frá í frétt hér á vefnum í morgun, og sem vera áttu í dag og kvöld í Borgarnesi hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum.
Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er nú stefnt að taka upp þráðinn að nýju og halda fundina um mánaðamótin ágúst - september í haust.