07. maí. 2013 10:40
Stjórn Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hefur samþykkt að ráða Kjartan Kjartansson rekstrarfræðing í starf framkvæmdastjóra, í stað Guðjóns Guðmundssonar sem er að láta af starfi vegna aldurs. Kjartan starfaði lengi hjá Arionbanka en hefur síðustu árin unnið hjá Price Water House Coopers. Hann hefur sinnt málefnum Höfða, átt sæti í stjórn og setið í framkvæmdanefnd fyrir viðbyggingum við heimilið. Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra voru 25 talsins. Þá var nýlega auglýst laust til umsóknar starf húsmóður á Höfða. Um það starf bárust 17 umsóknir.