Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2013 11:23

Tillaga um starfsleyfi fyrir fiskþurrkun í Búðardal liggur fyrir

Tillaga um starfsleyfi fyrir fiskþurrkun í gamla sláturhúsinu í Búðardal liggur nú frammi á skrifstofu Dalabyggðar og á vef sveitarfélagsins, en frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 31. maí næstkomandi. Þá verður annað kvöld, miðvikudaginn 8. maí kl. 20.30, haldinn upplýsingafundur í Dalabúð þar sem starfsemi fiskþurrkunarinnar verður kynnt og fyrirtæki sem þegar hafa starfsemi í húsinu kynna sína framtíðarsýn um nýtingu þess. Samkvæmt heimildum Skessuhorns óttast íbúar í Búðardal lyktarmengun og áhrif hennar á ferðaþjónustu og almenn búsetuskilyrði í Búðardal.

 

 

 

 

Líkt og Skessuhorn greindi frá fyrir skemmstu hafa fiskverkunarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annar eru með starfsemi í Bretlandi, sýnt sláturhúsinu í Búðardal áhuga í þeim tilgangi að koma þar upp fiskþurrkun, þar sem þurrkað yrði umtalsvert magn hausa og annars afskurðar aðallega af ýsu og þorski. Það er fyrirtækið JHS Trading ehf. sem er skráð fyrir starfsleyfinu og er gildistími þess tólf ár. Leyfið gildir fyrir vinnslu og þurrkun á fiski, allt að 10.000 tonna ársframleiðslu af hráefni en afurðirnar verða framleiddar fyrir Nígeríumarkað. Það er félagið Hvammur ehf sem á sláturhúsið í Búðardal. Dalabyggð er aðaleigandi félagsins, á um 60% hlutafjár, Byggðastofnun 25% og Kaupfélag Skagfirðinga 15%. Fáist starfsleyfið samþykkt hyggst fyrirtækið, JHS Trading ehf., kaupa fasteignina.

 

Í tillögunni kemur meðal annars fram að loftræstingu skuli þannig háttað að hún valdi fólki í nærliggjandi húsakynnum eða vegfarendum ekki óþægindum vegna lyktar, hávaða eða annarrar mengunar eftir því sem framast er unnt, en Skessuhorn hafði fregnað að íbúar Búðardal hafi óttast að í uppsiglingu væri lyktarmengandi starfsemi. Í tillögunni segir ennfremur að vitað sé að starfsemi sem þessi verði aldrei lyktarlaus en spurningin sé hvar eigi að setja þröskuldinn. „Það er m.a. gert með kröfum sem skyldar rekstraraðila til að ísa allt hráefni sem kemur til vinnslunnar. Hægt er að slá verulega á lyktarmengun með því að nota ferskt hráefni. Fyrirtækið sjálft mun nota hreinsibúnað, annarsvegar ozon búnað í þurrkklefum og síðan vatnskælingu á loft sem fer út úr verksmiðjunni,“ segir í tillögunni. Þetta kerfi er frábrugðið öðrum þurrkkerfum á Íslandi að því leyti að það er með lokaðri hringrás uppblöndun á fersku lofti og útblástur því minni en í öðrum kerfum. Settar verði upp lofttúður á bygginguna sem snúa að sjó fyrir útblásturinn til að koma útblæstri sem mest frá byggðinni.

 

Tillöguna um starfsleyfið má sjá í heild sinni á vef Dalabyggðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is