07. maí. 2013 04:27
Ekki má bæta við iðnaði á Grundartangasvæðinu sem losar brennisteinstvíoxíð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri óháðri úttekt á umhverfisáhrifum iðnrekstrar á Grundartanga sem kynnt var í morgun. Úttektin var unnin að beiðni landeigenda svæðisins, Faxaflóahafna, en tilgangurinn var meðal annars að kanna hvort og þá hvaða þætti þurfi að varast við frekari uppbyggingu svæðisins og meta hvernig umhverfisvöktun svæðisins stendur gagnvart gildandi lögum og reglugerðum. Þá kveiktu skýrsluhöfundar einnig viðvörunarljósum varðandi flúor, þungmálma og svifryk. Einnig vanti almennan samráðsvettvang meðal hagsmunaaðila. Hjálmar Sveinsson stjórnarformaður Faxaflóahafna tók fram á kynningu skýrslunnar í gær að ætlunin með þessari úttekt hafi ekki verið að þagga niður í gagnrýnisröddum heldur ætti hún að getað skapað sameiginlegan grundvöll sem áframhaldandi samtal geti byggt á.
Ítarlega er fjallað um skýrsluna í Skessuhorni vikunnar sem kemur út á morgun.