Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2013 08:01

Boltinn farinn að rúlla

Íslandsmótið í knattspyrnu hófst sl. sunnudag með keppni í Pepsídeild karla. Tvö Vesturlandslið eru í deildinni, ÍA og Víkingur Ólafsvík. Þau töpuðu bæði leikjum sínum í fyrstu umferðinni sl. sunnudag, ÍA úti í Eyjum og Víkingur fyrir Fram á Ólafsvíkurvelli, í fyrsta leik sem þar er leikinn í efstu deild í fótboltanum. Lesa má umfjöllun um leikina og viðtöl við stuðningsmenn liðanna í Skessuhorni sem kom út í dag. Fyrirliðar og þjálfarar liða í efstu deild spá vestlensku liðunum misjöfnu gengi. ÍA er spáð 6. sætinu, það er sama árangri og liðið náði í fyrra. Nýliðunum Þór og Víkingi Ó er hins vegar spáð fallsætunum. FH er spáð Íslandsmeistaratitli, KR öðru sæti og Blikum því þriðja.

Keppni í öðrum deildum hefst síðar í þessum mánuði. Fyrsta deild kvenna hefst 18. maí þar sem bæði ÍA og Víkingur eiga lið. Þá hefja líka Grundarfjörður og Kári leiki í nýrri tíu liða deild, 3. deildinni. Nokkrum dögum síðar byrjar svo keppni í 4. deild karla þar sem Skallagrímur er með lið og þar er einnig sameiginlegt lið Snæfells og Geisla frá Hólmavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is