Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2013 06:12

Dani formaður í Íslendingi

Aðalfundur Ungmennafélagsins Íslendings, í fyrrum Andakílshreppi og Skorradalshreppi, var haldinn á Hvanneyri sl. sunnudagskvöld. Við stjórnarkjör var kosinn nýr formaður í stað Helga Björns Ólafssonar sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Nýi formaðurinn er af dönsku bergi brotinn. Það er Ulla R Pedersen sem búsett hefur verið á Hvanneyri í nokkur ár ásamt manni sínum Ragnari Frank Kristjánssyni og þremur dætrum. Ulla sagði í samtali við Skessuhorn að hún teldi sig vera orðinn Íslending eftir að hafa búið hér á landi í 22 ár.  Ulla gekk í Umf. Íslending 2007 og hefur kynnst starfi félagsins í gegnum dætur sínar, sem eru 14, 18 og 21 árs gamlar. Aðspurð um helstu verkefni hjá Íslendingi á næstunni segir Ulla að þar standi upp úr málefni Hreppslaugar, en Íslendingur hefur alla tíð staðið straum af rekstri laugarinnar.

Hreppslaug var byggð 1928, ein elsta sundlaug í notkun á Íslandi og er mög sérstök laug. Ulla segir nú krítíska stöðu með Hreppslaug. Rekstur laugarinnar standi vart undir sér og kostnaður vegna hennar sé orðinn félaginu þungbær. Laugin hafi verið rekin á undanþágu mörg síðustu árin. Nú sé leitað allra leiða í sambandi við áframhaldandi rekstur laugarinnar, m.a. að hætta að blanda klór í vatnið og starfrækja laugina sem náttúrulaug eða óhefðbundinn baðstað eins og það er kallað í reglugerð. Ulla segir ljóst að félagið þurfi að afla styrktaraðila við rekstur laugarinnar ef hún á að verða opin áfram, en fátítt er orðið að sundstaðir séu opnir án þátttöku sveitarfélags eða annarra öflugra rekstraraðila.

 

„Hreppslaugin hefur miklu hlutverki að gegna, ekki síst gagnvart unga fólkinu í nágrenninu, og er eins konar félagsmiðstöð þeirra,“ segir Ulla. Á aðalfundinum var ákveðið að skipa nefnd sem fjalla á um málefni Hreppslaugar, en m.a. hefur komið til tals að stofna hollvinasamtök Hreppslaugar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is