Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2013 10:01

Árleg hjólreiðaferð um Hvalfjörð á morgun

Á morgun 9. maí verður farin árleg hjólreiðaferð úr Tíðaskarði á Kjalarnesi, um Hvalfjörð og sem leið liggur á Akranes. Vegalengdin er um 75 km ef hjólað er alla leið. Í ferðinni verða nemendur úr unglingadeild Grundaskóla, kennarar og annað starfsfólk skólans ásamt nokkrum foreldrum og áhugasömum hjólreiðamönnum. Alls eru 24 hjólreiðamenn skráðir í ferðina. Lagt verður af stað frá Grundaskóla kl. 9.15, hjólin keyrð gegnum göngin og síðan hjólað frá Tíðaskarði að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit þar sem stefnt er að vera um hádegisbil. Þaðan geta þeir sem vilja fengið bílfar heim. Hinir sem ekki hafa fengið næga hreyfingu hjóla alla leið á Skagann. Áætluð heimkoma þeirra er á bilinu kl. 15 og 17.

„Veðurspáin lofar góðu og við vitum að Hvalfjörðurinn mun skarta sínu fegursta. Ekki laust við að tilhlökkunin sé að verða óstjórnleg  í hópnum,“ segir Katrín Leifsdóttir fyrir hönd heilsueflingarteymis Grundaskóla.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is